Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 98

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 98
Krístine Krístofferson láta ykkur standa við stóru orðin.“ Allir þrír hlógu hæðnislega og full- yrtu að þeir óttuðust okkert hvorki á himni eða jörðu. Það var orðið áliðið þegar bókhaldarinn klifraði upp stigann og inn í herbergið sitt. Gísli, Bjössi og Leifi, fimmtán ára strákarnir þrír, voru glaðvakandi og hvísluðust á í mykrinu. Þeir voru að reyna sannfæra sjálfa sig um að þeir væru ekkert hræddir. Hinir voru að koma sér í koju. Eftir klukkustund heyrðist ekkert nema andardráttur sofandi manna. Skyndilega rauf ærandi hávaði þögnina og virtist koma frá kæliklef- anum á neðri hæðinni. Það hljómaði eins og þungt barefli væri dregið fram og aftur eftir pönnunum sem héngu þar á veggnum. Gísli og Leifi risu eldsnöggt upp við dogg, en Bjössi breiddi upp fyrir haus. Hrognamaðurinn afturgenginn! Bókhaldarinn settist upp, hann hafði hrokkið upp af værum svefni. Skyndilega hætti hávaðinn. Hann heyrði ekkert nema mjúkt gjálfur vatnsins við bryggjuna. Enginn hreyfði legg eða lið í svefnskálanum. Gísli og Leifi lögðust út af, hríðskjálfandi. Bjössi tuldraði fyrir munni sér hverja einustu bæn sem hann kunni. Hvernig átti að verjast afturgöngum? Smám saman fóru strákarnir að slaka á. Kannski hafði eitthvað dottið og tekið með sér pönnurnar sem héngu á veggnum. Það virtist skynsam- leg skýring. Þeir voru að festa svefn aftur þegar skelfilegt skrölt gall við og minnti á byssuskot. Bókhaldarinn rauk fram úr rúminu. Hávaðinn hætti jafnskjótt og hann hafði byrjað. Það hlaut að vera einhver skepna laus niðri, ályktaði hann. En hversvegna fór enginn á fætur til að kanna málið? Hávaðinn var nægilega mikill til að vekja menn upp frá dauðum. Við þessa hugsun mundi hann eftir líkinu í kælinum niðri og hann varð órólegur. En hann fór aftur í rúmið og reyndi að slaka á. Ungu pilt- arnir þrír störðu galopnum augum út í myrkrið. Þeir voru sannfærðir um að hér væri eitthvað yfirnáttúrulegt á seyði, þótt þeir vissu ekki hvað, og ráðlegast að halda vöku sinni. Þeir lágu skelfingu lostnir, heyrðu ekkert nema hjörtun ólmast í brjóstum sér og biðu morgunsins. Reimleikarnir hófust aftur. Núna var skarkað í plötunum á blikkofn- unum sem voru lengst inni í horni með skerandi gauragangi. Korkarnir í öðru horni tóku undir viðlagið og pönnurnar í kælinum fóru glamrandi af stað. Þá heyrðist einkennilegt skrapandi hljóð uppi á þakinu eins og einhverjum eða einhverju væri rennt fram og aftur. Þetta var alverst. Há- vaðinn var ótrúlegur. Svo var skyndilega aftur þögn. Bókhaldarinn þaut fram úr rúminu, opnaði dyrnar varlega, tók stefn- 96 á .ýðagrÁíá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.