Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 10
Brynja Þorgeirsdóttir
stað rykkjóttra (fitful) hreyfinga sem eru stundum snöggar og stundum
hægar, fáum við óstöðugar hreyfingar með litlu samræmi, sem framkall-
ar mynd af frekar völtum manni með lélegt jafnvægisskyn. Og hvernig
hreyfingar eru annars hreyfingar með litlu samræmi? Hér fellur hin
skýra lýsing á sérstökum hreyfingum Stillmans flöt niður, því í þýðing-
unni merkir hún ekki neitt. Þetta hefur yfir sér fljótfærnislegan blæ, þýð-
andinn hefði greinilega átt að gefa sér meiri tíma í að velta fyrir sór setn-
ingunum og orðunum. Því miður sér þess stað á mýmörgum stöðum í
þýðingunni að kjarnyrtar lýsingar verða að engu, merking tapast án þess
að neitt komi í staðinn.
Megingallinn á þessari þýðingu, og sá sem undirrituð var mest hissa á,
var þýðingin á málfari Peters Stillmans. Peter hafði verið lokaður inni í
níu ár sem barn og mátti ekki tala í prísundinni. í sögunni eru liðin
þrettán ár frá því að einangrunin var rofin og Peter hefur lært að tala eins
og hægt er að kenna honum. Hann talar eins og bam, í stuttum setning-
um með einsatkvæðisorðum. Hann tönnlast á því sama aftur og aftur, og
notar stundum bullorð í bullsetningum. En það er eins og þýðandinn
hafi lítið lagt sig eftir Jjví að ná þessum einkennum á málfari Peters.
Hann þýðir ekki endurtekningar Peters alltaf á sama hátt, (,,That is not
my real name“ er ýmist þýtt sem: ,,Ég heiti það ekki í alvörunni" eða
„Það er ekki mitt rétta nafn“, og hin síendurtekna byrjun setninga Pet-
ers, „They say...“ er þýdd „þeir segja“, „sumir segja" og „mér er sagt“).
Ennfremur eykst lítill orðaforði Peters til muna í íslensku þýðingunni.
Ymislegt fleira er hægt að tína til, til dæmis hefði farið betur á því að
nota annað og kraftmeira máltæki fyrir hið síendurtekna „you bet your
bottom dollar“ en „þú neitar því ekki“. Peter leikur sór að bullorðum og
setningum, og hægt er að líta á máltækið sem hluta af því vegna þess að
Jiað stuðlar, hefur ákveðna hrynjandi og hljómar skemmtilega. „Þú neit-
ar því ekki“ er hinsvegar ekkert af þessu og er þar að auki ekki eins
barnalegt.
Við lestur þessarar þýðingar, rýni og samanburð velti undirrituð mikið
fyrir sér hvað lægi að baki ákvarðanatöku þýðandans, vali hans á orðum
og túlkun, en fékk ekki betur séð en að hann hafi einfaldlega ekki stuðst
við neitt ákvarðananet, hvorki kafað ofan í verkið né legið yfir þýðingar-
texta sínum. Illa grundaðar setningar og rangar orðaþýðingar koma fram
á annarri hverri síðu og einkenna þessa þýðingu, ásamt oftúlkun og
vantúlkun á ýmsum orðum og atriðum. Til dæmis er „the last man“ [í
Stillman fjölskyldunni] (bls. 23) orðinn að „síðasta karlmanninum" (bls.
8
Íí . fír/'ý//,},'}, — Tímarit þýðenda nr. 5 / 2000