Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 51

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 51
Leiðsögumaðurinn Mér varð hugsað til Námustjórans, sem gat sofið og jafnframt talað við okkur, án þess að vakna. Það óhugnanlega við þetta væri, sagði trúboðslæknirinn, að þessi hræðilegi sjúkdómur byrjaði oftast afar meinleysislega, og mjög erfitt væri að finna veiruna. Stundum sæti hann hálfan daginn við smásjána, meðan svörtu sjúklingarnir biðu í hópum fyrir utan frumskógarspítal- ann, uns honum tækist að finna í einum blóðdropa eitt einasta „Trypa- nosom“ — hann skrifaði fyrir mig orðið aftan á sígarettupakkann minn, sem ég safna í stubbunum, sem óg finn á götunni — annars væri ég löngu búinn að gleyma því. Sem sagt, sjúkdómurinn byrjaði afar meinleysis- lega, stundum bara sem höfuðverkur eða gigtarseiðingur (mér varð hugs- að til Gullgrafarans), stundum sem bræðisköst (áhyggjufullur hugsaði ég til sjálfs mín), stundum bara sem depurð og óvenjuleg svefnþörf (allir þrír undir .Háspennu-Lífshættu’). Nú var mér orðið svo órótt út af þess- ari bannsettu svefnsýki, að ég spurði doktorinn vafningalaust, hvort hún gæti líka verið til hér um slóðir. Hann hló íbygginn og sagði að svo væri víst ekki, því hér væri ekki að finna tsetsefluguna, „Glossina palpalis". Þetta heiti skrifaði hann líka á sígarettupakkann. En nú birtist viðkomustaðurinn Zollikon, og við urðum að fara í land. Þegar við gengum upp ferjubryggjuna sagði doktorinn skyndilega: „Minn kæri, þú ferð í skuggsæla garðkrá að bíða eftir mér, þar til ég er búinn með heimsókn.“ Nú varð ég vonsvikinn og rumdi: „Nei, nei. Ég held á töskunni upp brekkuna, og ég verð fljótari að finna heimilisfangið, af því að ég er heimamaður." En doktorinn vildi alls ekki hlusta á þetta. Svona skyldi þetta vera. Hann mátti alls ekki skýra neinum frá heimilisfangi velgjörðarmann- anna, allra síst heimamönnum, því þeir gætu hugsanlega misnotað það. Þetta væri trúnaðarmál og hann bæri ábyrgðina. Ég varð svolítið sár yfir því að hann skyldi tala um misnotkun af minni hólfu og leit spyrjandi á hann. Þá klappaði hann mér góðlega á herðarnar. „Þú ert mesta gæðablóð og skilur ekki þetta. Farðu bara í skuggann. Ég sæki þig á eftir.“ Ég var enn að velta því fyrir mér, hvers vegna hann vildi skyndilega ekki hafa mig lengur sem leiðsögumann, þegar loks rann upp fyrir mér ljós og óg hópaði upp: „Almáttugur! Áttu við góðgerðasvindlarann? Hann er einmitt einhvers staðar hér um slóðir." En nú var það hann, sem varð spyrjandi á svipinn. Því hann skildi ekki þetta orð, enda útlendingur. Og ég skammaðist mín fyrir að hafa nefnt þetta. Það var alls ekki viðeigandi í viðurvist þessa manns. á .ffiœpáiá — SyNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.