Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 89

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 89
Dansararnir að kveðja þau af því að mig langaði ekki að hlusta á frekari áminningar. Eg var búin að lofa að drekka ekki og ekki fara í partí hvorki fyrir né eft- ir ballið og ég vildi komast burt án þess að þurfa að ljúga meira. „Loksins ertu tilbúin," sagði Sara þegar ég kom mér fyrir í slitnu, bólstruðu farþegasætinu. „Já, fyrirgefðu að óg skyldi láta þig bíða.“ Ég vonaði að röddin væri hæfilega hæðnisleg. „Ekkert mál,“ sagði Sara. „Hvernig tókst þér að fá bílinn hjá pabba þínum?“ spurði ég. „Fékkstu hann lánaðan eða þurftirðu að stela honum?“ „Hvað heldurðu?“ Sara skellti trukknum í afturábakgír svo hann spólaði í mölinni. Við bökkuðum hratt yfir þjóðveginn og hálfa loið út í skurð áður en hún skipti um gír. Það heyrðist brothljóð aftur í bílnum og við lögðum af stað eftir þjóðveginum. „Þú nappaðir honurn," sagði ég. „Já, en ég varð að bíða þangað til hann var sofnaður. Þessvegna var ég svona sein.“ Pabbi Söru lánaði henni sjaldan bílinn og síst á laugardagskvöldum, því hann notaði hann til að flytja húsgögn og nafnið hans stóð á hliðinni: Semchuks húsgögn. Honum fannst Sara koma sér í nóg vandræði þótt hún væri ekki að auglýsa það um allan bæinn. Hann hafði nokkuð til síns máls. „Hvað finnst þér? Eigum við fyrst að athuga námurnar eða eigum við að fara beint á ballið?" spurði Sara. Allir fóru í malamámurnar hans Simonsons til að drekka fyrir ballið, en klukkan var næstum orðin tíu og þeir einu sem voru líklegir til að vera þar enn voru Jóhannsson bræðurn- ir, Gísli, Baldur og Jónas. „Förum beint á ballið," sagði ég. „Ég vil helst ekki vera í slagtogi við Jóhannsson strákana, ef þér er sama.“ Gísli og Jónas voru ekki svo slæm- ir en Baldur var skepna. „Ertu enn reið út í Baldur?" spurði Sara. Satt að segja var vægt til orða tekið að ég væri reið út í Baldur. Ég hafði farið út með honum nokkrum sinnum fyrir fáum mánuðum. Og Baldri finnst að fara út með stelpu sé að kaupa handa honni hamborgara og ríða henni svo á ströndinni bak við baðhúsið. Ég sagði honum að ég riði ekki fyrir hamborgara og þá bauðst hann til að bæta við frönskum og kóki. Ég svaraði að hann væri of rómantískur fyrir óbreytta sveitastelpu eins og mig. Ég býst við að hann hafi móðgast því eftir þetta kallaði hann mig Frosnu Fríðu. I smábæ eins og okkar er hætt við að slík nöfn festist við fólk. á .'jOaiýr/Áá — Syndaflóðið kemur eftir okkar dag 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.