Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 90

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 90
Maureen Arnason „Nei, ég er ekki reið,“ sagði ég. „Mig langar bara að komast á ballið áður en því lýkur, samþykkt?" „Allt í lagi! Sammála." Sara dró bjór undan sætinu. Hún tók nokkra væna slurka og rétti mér svo flöskuna. „Taktu ekki svona litla sopa. Skelltu þessu í þig annars verðurðu aldrei full.“ Ég teygaði meirihlutann af bjórnum. „Hvað um þig? Vilt þú ekki meira?" Sara var þegar komin með höndina undir sætið að ná í annan. Ég lauk við bjórinn, opnaði gluggann og fleygði tómri dósinni út í skurð eins langt og ég gat. „Flott hjá þér,“ sagði Sara. „Þú leist ekki einu sinni við til að gá hvort það væri bíll fyrir aftan. Löggan hefði getað verið á eftir okkur. Athug- aðu það næst.“ Hún leit á mig með vanþóknun og rétti mér annan bjór. „Skelltu í þig helmingnum og réttu mér hann svo aftur.“ Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, hallaði mér svo aftur í sætinu og ropaði áður en ég rétti Söru flöskuna aftur. „Svín ertu,“ sagði Sara með hláturrokum og bíllinn skransaði í möl- inni. „Úps!“ „Guð, Sara, passaðu þig. Ég hefði ekkert á móti því að komast lifandi á ballið. Áttu meiri bjór?“ „Já, en ég ætla að geyma mór hann.“ „Þangað til hvenær? I brúðkaupinu?" „Svo má segja. Við getum kallað það brúðkaupsferð. Rósa sagði mér að Jón Sigmundsson væri kominn að norðan og yrði á ballinu. Pabbi er með rúm í bílnum sem á að afhenda á morgun. Ég geri ráð fyrir að við Jón verðum þyrst á eftir." „Hvað er svona stórkostlegt við Jón?“ spurði ég. Heilinn í honum er á stærð við baun.“ „Það getur verið að heilinn í honum sé lítill, en ekkert annað á hon- um er lítið — þú veist hvað ég meina,“sagði Sara og flissaði. Við drukkum hvor sinn bjórinn í viðbót áður en við komumst á ball- ið. Við ákváðum að geyma vínið þangað til síðar. Það átti að vera partí á ströndinni eftir dansleikinn. Loks þegar við komum að skemmtigarðin- um heyrðum við háværa tónlistina út um glugga skálans. Hópur fólks stóð í birtunni fyrir framan dyrnar. Þegar við komum eftir gangstígnum heyrðist kallað: „Hæ, Sara! Hæ, Frosna Fríða!“ Það var Lornie Demchuk. Lornie var feitlaginn og allt sumarið var hann hvítur á hörund eins og kviður á fiski. Hann var með þykk, kringlótt gleraugu og mamma hans sótti hann í skólann á hverjum degi. Honum fórst að uppnefna annað fólk. 88 á .ffiœpÁiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.