Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 56

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 56
Georg Trottmann mátti ég þó skilja, mér til mikillar armæðu, að ýmislegt hefði átt sér stað undir veggnum í fjarveru minni. Ég velti fyrir mér hvernig ég gæti á ný komist inn í samræðurnar. Það tókst ekki fyrr en síðdegis. Þá skall á þrumuveður meðan við sváfum, og nú flýðum við allir frá Háspennu-Lífshættuskiltinu inn undir járnbraut- arbrúna. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þá sagði óg við Kaspar, Námustjórann, af því að hann er heimskur og ráðríkur: „Þetta sem þú sagðir mér af Takka-Louis, sem situr inni af því að hann gerðist leiðsögumaður, hefði ég átt að taka til greina. Betur að ég hefði hlustað á þig.“ Þeir urðu báðir strax forvitnir. Ég sagði þeim frá ævintýri mínu í öll- um smáatriðum, alveg frá járnbrautarstöðinni til lögreglustöðvarinnar. Ég sagði söguna tvisvar eða þrisvar, bæði af því að Námustjórinn er býsna skilningssljór, og svo skrölti járnbrautarlestin yfir brúna og setti mig út af laginu. Gullgrafarinn var fljótari að grípa, enda var hann búinn að lesa um málið í dagblaðinu. Nafn mitt hafði hins vegar ekki verið nefnt. Þeir hæddust ekki að mér, heldur virtu mig fyrir sér með aðdáun. Ég sá að þeir voru stoltir yfir því að einn okkar hafði næstum komist í blöðin. Að lokum sagði Námustjórinn: „Þessi frumskógarlæknir Söderblom er þá alls ekki til?“ „Auðvitað er hann til,“ svaraði ég; „sauður ertu! Hinn raunverulegi doktor Söderblom býr og starfar í frumskógarspítalanum Manima’koto í Miðafríku og hefur ekki minnstu hugmynd um tilveru bakarans Eduards S., sem þóttist vera hann og situr nú fyrir bragðið í tugthúsinu." „En af hverju réð þessi Eduard þig sem leiðsögumann úr því að hann er heimamaður og þekkir borgina?” „Það gat ég heldur ekki skilið, þegar ég var að velta þessu öllu fyrir mér í klefanum. En hrappurinn kom sjálfur með svarið, þegar hann skýrði lögreglunni frá því að sér hefði reynst mun auðveldara að leika hlutverk hins ókunnuga, þegar ég vísaði honum til vegar og sýndi hon- um borgina." „Þetta er auðvitað sneypulegt fyrir þig,“ sagði Gullgrafarinn, „og ég myndi í þínum sporum ekki fyrirgefa bakaranum þetta svo glatt.“ Hann horfði hugsandi á sígarettupakkann minn, en á hann var skrifað með eig- in hendi svindlarans Trypanosoma og Glossina palpalis. „Ég skil bara ekki hvernig hann getur vitað hvernig allt er í Afríku, úr því að hann hef- ur aldrei komið þangað." „Það get ég sagt þér,“ svaraði óg. „í fangelsisbókasafninu eru upp- byggilegar og frómar bækur. Það er til að hafa jákvæð áhrif á fangana. Þar 54 á - TfMARIT ÞÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.