Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 33

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 33
Eldh úskl ukkan á enn eftir að koma: Hugsið ykkur, hún stoppaði klukkan hálf-þrjú. Ná- kvæmlega klukkan hálf-þrjú, hugsið ykkur. Þá hefur húsið ykkar orðið fyrir sprengju klukkan hálf-þrjú, sagði maðurinn og skaut fram neðri vörinni íbygginn. Þetta hef ég oft heyrt. Þegar sprengjan fellur stoppa klukkurnar. Það er út af loftþrýstingnum. Hann leit á klukkuna sína og hristi ákveðinn höfuðið. Nei, minn kæri herra, þarna skjátlast þér. Þetta hefur ekkert með sprengjuna að gera. Þið megið ekki alltaf tala um þessar sprengjur. Nei. Klukkan hálf-þrjú var allt annað, þið vitið bara ekki um það. Það er einmitt það merkilega að hún skyldi stoppa nákvæmlega klukkan hálf-þrjú. En ekki kortér yfir fjögur eða klukkan sjö. Klukkan hálf-þrjú kom ég nefnilega alltaf heim. Á nóttunni, meina ég. Næstum alltaf klukkan hálf-þrjú. Þetta er einmitt það merkilega. Hann horfði á þau, en þau litu undan. Hann fann ekki augnaráð þeirra. Þá kinkaði hann kolli til klukkunnar sinnar: Þá var ég auðvitað svangur, ekki satt? Og ég fór alltaf beint inn í eldhús. Þá var klukkan næstum alltaf hálf-þrjú. Og þá, þá kom nefnilega móðir mín. Það var sama hve hljóðlega ég opnaði, hún heyrði alltaf í mér. Og þegar ég fór að leita mér að einhverju að borða í dimmu eldhúsinu kviknaði skyndilega ljósið. Og þarna stóð hún, í ullarpeysunni með rauðan trefil um hálsinn. Og berfætt. Alltaf berfætt. Og þó voru flísar á eldhúsgólfinu okkar. Og hún kipraði augun, af því að ljósið var svo bjart. Því hún hafði sofið. Það var líka nótt. Enn einu sinni svona seint, sagði hún þá. Fleira sagði hún aldrei. Að- eins: Enn svona seint. Og svo hitaði hún fyrir mig kvöldmatinn og horfði á mig borða. Á meðan neri hún alltaf saman fótunum, af því að flísarnar voru svo kaldar. Hún fór aldrei í skó á nóttunni. Og hún sat hjá mér þar til ég var orðinn saddur. Og síðan heyrði ég hana taka saman diskana, eftir að ég varbúinn að kveikja ljósið í herberginu mínu. Svona var þotta á hverri nóttu. Og oftast klukkan hálf-þrjú. Það var alveg sjálf- sagður hlutur, fannst mér, að hún tæki til handa mér matinn í eldhús- inu klukkan hálf-þrjú á nóttunni. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt. Hún gerði þetta líka alltaf. Og hún sagði aldrei neitt annað en: Enn svona seint. En þetta sagði hún alltaf. Og ég hélt að þessu myndi aldrei ljúka. Mér fannst þetta svo sjálfsagt. Allt þetta. Þetta hafði líka alltaf verið svona. í drykklanga stund var grafarþögn á bekknum. Þá sagði hann lágt: Og núna? Hann leit á þau hin. En hann fann þau ekki. Þá sagði hann við kringlótt, hvítblátt andlit klukkunnar. Núna, núna veit ég að þetta var Paradís. Hin sanna Paradís. á — SYNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.