Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 52

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 52
Georg Trottmann Meðan ég beið í garðkránni fór ég að fá bakþanka. Mér varð ljóst að mér hafði gersamlega láðst að vekja athygli frumskógardoktorsins á gjaldskrá leiðsögumanna. Ef til vill hélt hann að ég væri einn úr hópi mannvin- anna. Hefði hann annars sent mig á krá, svo að segja „í vinnutímanum" án þess að láta mig fá eittvað upp í risnukostnað? Og ég minntist þess að guðhrætt fólk var oft talið í nískari kantinum. Ég ákvað að um leið og hann kæmi aftur myndi ég gera honum ljóst viðskiptasamband okkar og segja honum umbúðalaust að honum bæri að greiða mér, annars myndi ég leita mér að öðrum ferðamanni, hvað svo sem öllum mannkærleika liði. En eftir fjórða eða fimmta bjórinn fékk ég hugljómun. „Hvernig væri það,“ hugsaði ég eða tautaði jafnvel hálfupphátt, „hvernig væri það ef ég gerði doktornum tilboð um að hann tæki mig með sér til Miðafríku sem aðstoðarmann við trúboðsstöðina? Þá myndi líf mitt öðlast göfugan tilgang og ég þyrfti ekki að snúa aftur til svefn- sýkisjúklinganna undir Sihl-veggnum. Og þótt ég yrði fyrir sólstungu og sofnaði að eilífu þá væri ekki svo mikill skaði skeður." Næsta hálftímann var þessi ákvörðun að þróast innra með mér, og loks var ég búinn að lifa mig svo inn í tilhugsunina, að mér fannst ég ekki lengur vera bjórdrykkjumaður í garðkrá hér heima, heldur aðstoðarmað- ur helgra manna í skugga pálmatrjáa á trúboðsstöðinni Manima’koto. Og þegar gengilbeinan unga færði mér næsta bjór gat ég ekki stillt mig um að skýra henni frá því hvaða merkismanni hún væri að þjóna, nefni- lega hinum næstum heilaga svissneska aðstoðarmanni sænska frumskógarlæknisins dr. med. Frederiks Björns Söderblom, sem nú myndi brátt koma og sækja mig. Stúlkunni fannst greinilega mikið til þessa koma, því hún staldraði við til að ræða málið nánar. Og þegar ég var búinn að segja henni frá hinu stórhættulega miðbaugssólskini, sól- stungunni, óráðinu, svefnsýkinni Trypanosom og tsetseflugunni, Gloss- ina palpalis, og var að komast í þrot, birtist frumskógardoktorinn aftur. Hann veifaði, settist hjá mér við borðið og þerraði svitann af enninu, án þess þó að taka ofan svarta hattinn. Ég spurði: „Hvernig gekk, herra doktor?" Hann brosti ánægjulega og sagði: „Ojú... vissulega vel. Svissarar eru góðir og gjafmildir. Þeir þokkja þarfir spítalans míns. Sumir seildust djúpt í vasann." Síðan sagði hann að við yrðum að snúa strax aftur inn í borgina. Fyrst ætlaði hann þó að fá sér bjór, þó aðeins einn, og hann lítinn. Þegar gengilbeinan kom með bjórinn varð mér hálfórótt, af því nú 50 á — TÍMARIT I>ÝÐENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.