Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 79

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 79
Föðurást heim þegar henni hentar. Við sættumst. Allt verður aftur eins og það á að vera. „Jason?“ Ég þekki rödd Kearns læknis. Hann sá alltaf um að bólusetja tví- burana. „Sharon er hérna hjá mér. Hana vantar far heim. Geturðu sótt hana?“ „Hvað segirðu! Hvað kom fyrir?" „Ekkert til að gera veður út af. Ekkert líkamlegt. Hún kom í viðtal." „Gefðu mér hálftíma. Ég þarf að vefja einhverju hlýju utan um Eng svo ég geti dregið hana út í þetta leiðinlega veður." „Hafðu þína hentisemi. Ég get þá litið á Eng líka.“ „Hvað er að Sharon?" „Vissar kringumstæður hafa komið henni í uppnám. Ég gaf henni ró- andi. Sé þig eftir hálftíma." Ég tek Eng upp úr ofskreyttu stólparúminu, halla sóttheitum líkama hennar að mér meðan ég vef teppi utan um hana. Hún er óttalega smá, en virðist stíf og þung, eins og múmía að ganga í svefni. Augun í henni eru þurr og björt, annarleg. Það er sólbjartur vetrardagur og barrtrén í garðinum glansa í frostinu. Ég þrýsti Eng að mér og fikra mig niður tröppurnar. Sökum þess að renn- an lekur eru tröppurnar eins og svampur. Runnarnir og kjarrið sem fyrri konan mín gróðursetti teppa fremri hluta stéttarinnar. Ég hef lagt tuttugu ár í þetta hús. Tröppurnar, stéttin, húsið, allt hefur þetta rétt á að grotna niður. Ég er þrjátíu og átta ára. Ég hef þegar brugðist mörgum. Það er ískalt inni í sendibílnum. Janúarhélan er í flekkjum á framrúð- unni. Ég legg dúðað barnið í aftursætið og bíð þess að vélin hitni. Það er notalegt að hlusta á útvarpið og finna bílinn volgna. Ég vil ekki að hél- an á framrúðunni þiðni. Við Eng erum öruggust í sendibílnum. í baksýnisspeglinum fara þurrar varirnar á Eng að bærast. „Pabbi, get ég fengið 25 sent.“ „Þú átt að segja má ég, stelpa," gantast ég. Það er alls kyns drasl í vösum loðskinnsúlpunnar. Hjartarhögl, smá- peningar í sjálfsalana, varasalvi. „Hvað ætlarðu að gera við þau, hjartagull?" Eng er snör í snúningum. Eins og götupattarnir í Saigon sem stungu sér á eftir sígarettum og tyggjói. Hún hefur losað vafninginn utan af sér. Ég horfi á hana troða peningnum inn í ullarvcttlinginn. Hún brosir breitt. „Takk, hermaður.“ Sharon liggur óeðlilega slyttislega á vínylsófanum hjá Kearns lækni. d .fficry/'iá - SYNDAFLÓDIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.