Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 76

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Blaðsíða 76
Bharati Mukherjee on hendir af sér voðinni. „Farðu þá og steldu úr ísskápnum eins og eðli- legur krakki,“ hreytir hún út úr sér. Einu sinni var Sharon glaðlynd og greiðvikin kona. Það er ekki eins og Eng hafi verið þröngvað fyrirvaralaust upp á okkur. Hún vissi að ég var að reyna að hafa uppi á krakkanum mínum. Það var Sharon sem tal- aði um að sættast við fortíðina. Ég veit ekki hvað varð af þeirri Sharon. „Barnið gæti þess vegna hafa dáið úr malaríu, Jason,“ hafði hún sagt. „Reyndu að fá botn í málið og leysa það.“ Hún sagðist treysta sér í stjúp- móðurhlutverkið — betra að byrja frá grunni með einhverjum munaðar- leysingja af strætum Saigon en með tvíburunum mínum frá Rochester. Tvíburarnir mínir eru að vaxa úr grasi á einhverju lífrænu lesbíusam- býli. Móðir þeirra vinnur fyrir sér sem geitahirðir. „Komdu upp í til okk- ar, elskan. Leyfðu pabba að finna ennið. Ertu með háan hita?“ „Hún er ekki svöng, ég held hún sé veik,“ segi ég við Sharon, en hún er þegar farin að setja á sig svefngrímuna aftur. „Ég held hún sé bara að láta okkur vita að sér líði illa.“ Ég býð Eng faðminn svo hún geti hlaupið til mín. Ég mundi sjúga veiruna úr henni ef ég gæti. Það voru Víetkongmömmumar vanar að gera í frumskóginum. Við laumuðumst stundum á nóttunni - nokkrir kappsfullir fantar í einhverjum leiðangri - alveg upp að þeim og þá voru þær að bauka við þessar galdralækningar sínar. Þær voru að troða mynt- um og verndargripum í sprengjusárin. „Ég er svöng, pabbi.“ Þetta hljómar eins og kvein. Gott og vel, hún hleypur ekki í fangið á mér, en er að minnsta kosti komin að rúmgaflin- um. „Pabbi, komum niður í eldhús. Bara við tvö.“ Ég er að því kominn að leiða þessa athugasemd hjá mér, þótt ég finni undarlega skjálfta og kippi fara um Sharon þegar barnið mitt bætir við af einskærri illkvittni: „Ekki hún, pabbi. Við viljum ekki hafa hana hjá okk- ur í eldhúsinu." „En henni þykir vænt um þig,“ mótmæli óg. Væntumþykja - ekki fyr- irlitning - veldur því að Eng fer svona í manngreinarálit, ef ég gæti bara komið Sharon í skilning um það. Hún er nú einu sinni veikt og hrætt út- lent barn. „Þykir þér ekki vænt um hana, Sharon? Sharon hefur áhyggj- ur af þér.“ En Sharon snýr sér á magann. „Veistu hvað er að þér, Jase? Þú sérð ekki að það er verið að ráðskast með þig. Þú sérð ekki í gegnum þetta kjaftæði um hrætt-útlent-barn.“ Eng færir sig nær. Hún kemur að rúmstokknum, en snertir ekki hönd- ina sem ég rétti fram. Hún er baráttujaxl. „Ég er sjóðheit, pabbi. Beinunum mínum er illt.“ 74 á , — TÍMARIT ÞÝDENDA NR. 5 / 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.