Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 39

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Side 39
Kafarinn hafa hendur mínar fengið sjálfstætt líf. Það hefur runnið upp fyrir mér að þegar Guð gaf mönnunum hendurnar sýndi hann þeim eins mikla ást og góðsemi og ef hann hefði gefið þeim vængi.“ Og hann rétti fram hend- ur sínar og horfði á þær. „Guðlastaðu ekki,“ sagði hún og andvarpaði lítið eitt. „Það er ekki ég heldur þú sem ert engill, og vissulega eru hendur þínar dásamlegar og bera í sér líf og styrk. Leyfðu mér að finna það einu sinni enn og sýndu mér svo á morgun þá miklu hluti sem þú hefur smíðað með þeim.“ Til að geðjast henni fór hann með hana daginn eftir, hjúpaða slæðum, til vinnustofu sinnar. Þar sá hann að rottur höfðu nagað flugfjaðrir arn- anna upp til agna og grindur vængjanna voru brotnar og dreifðar. Hann leit á þá og minntist þess tíma sem hann hafði unnið að þeim. En dans- mærin grét. „Eg vissi ekki að þetta væri það sem hann ætlaði að gera,“ hrópaði hún, „og vissulega er Mirza Aghai vondur maður!“ Neminn spurði hana undrandi hvað hún ætti við, og hún sagði hon- um reið og sorgbitin alla söguna. „Ó, og ástin mín,“ sagði hún, „ég get ekki flogið, þótt mór sé sagt að þegar ég dansi sé yfir mér léttleiki sem minni á fugl. Ekki reiðast mér, en mundu að Mirza Aghai og vinir hans eru stórmenni, og gagnvart þeim má ein vesalings stúlka sín einskis. Og þeir eru auðugir og eiga fallega hluti. Og þú getur ekki ætlast til þess af dansmær að hún sé eng- ill.“ Við þessi orð féll hann fram á ásjónu sína og sagði ekki orð. Thusmu settist við hlið honum og tár hennar drupu í hár hans sem hún vafði um fingur sér. „Þú ert svo undursamlegur drengur," sagði hún. „Með þér er allt mik- ilfenglegt og gott og raunverulega himneskt, og ég elska þig. Hafðu því ekki áhyggjur, vinur minn.“ Hann reisti höfuðið, leit á hana og sagði: „Guð setti einmitt engil til að sjá um elda vítis." „Enginn vitnar í hina Helgu Bók á jafn hjartnæman hátt og þú,“ sagði hún. Enn leit hann á hana. „Og ef,“ sagði hann, „þú fengir séð þegar englarnir deyða hina trúlausu. Þeir slá þá yfir andlitið og tala til þeirra: Ykkur er búinn sviði þess sem brennur, þið munuð þjást fyrir handaverk ykkar.“ Eftir stutta stund sagði hún: „Eftilvill er enn hægt að gera við væng- ina og þeir gætu orðið jafngóðir.“ á — Syndaflúðið kemuk eftir okkar dag 37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.