Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 61

Jón á Bægisá - 01.11.2000, Page 61
Sverðdansinn gifsi og parkettgólfi. Skrúðmennið leiðir hann til sætis og tilkynnir á spænsku að monsinjor Dali muni ganga inn um þessar dyr þarna. í þessu vetfangi slær gamla veggklukkan tvö högg, siðameistari bukkar sig, hef- ur sig á brott og lokar á eftir sér dyrunum. Khatsjatúrían er aleinn í saln- um. Hann situr á dýrlegum gullofnum sófa, sem kynni að vera ættaður úr húsbúnaði Loðvíks 15. Á mósaíkborði fyrir framan hann er fríð fylking af margvíslegu armensku koníaki, spænskum vínum, aldin og vindling- ar. I horni salarins er páfugl í búri og breiðir úr stéli sínu. Ein mínúta líður, svo önnur. Khatsjatúrían veit að stundvísi telst ósið- ur hjá öllum stéttum Spánar og dundar sér við að skoða sig um, strjúka hár sitt og laga bindið. Ljóst er að kona Dalis á einnig að vera viðstödd úr því að túlks er ekki þörf. Hann æfir ávarpsorð sín og fínpússar gull- hamrana. Tíu mínútur yfir tvö hyggur hann að nú hljóti Dali að koma á hverri stundu og hlustar eftir fótataki. Kortér yfir velur hann sér vindling úr kassanum af stakri kostgæfni. Blæs frá sér reyknum og krossleggur fæturna. Klukkan verður tuttugu mínútur gengin í þrjú og nú fer að síga dálít- ið í hann - fyrr má nú vera - maðurinn tiltók sjálfur klukkan tvö! Skenk- ir sér glas af koníaki og sýpur úr. Klukkan hálf þrjú fær hann sér annað koníaksstaup og rekur á eftir með glasi af víni. Nartar í vínber... Nei, þetta er sko brot á öllu velsæmi. Dónaskapur! Eins og hann sé einhver ótíndur strákhvolpur? Hann stendur upp, hneppir frá sér jakk- anum, losar bindishnútinn, stingur höndum í vasa og fer að spígspora um salinn. Páfuglinn og hann gefa hvor öðrum hornauga. Fuglhelvítið gargar eins og múlasni. Klukkan tilkynnir stundarfjórðungana samviskusamlega og kortér í þrjú er Khatsjatúrían hætt að lítast á blikuna. Hann tekur í hurðahúninn á dyrunum sem Dali átti að koma inn um — kannski siðameistari hafi ruglast í ríminu, en dyrnar eru læstar. Khatsjatúrían ákveður að bíða til klukkan þrjú og hypja sig svo hið bráðasta. Önnur eins framkoma er hreinasta móðgun! Á slaginu þrjú spýtir hann á vindilstubbinn, fær sér hestaskál af Akhtamar-koníaki og gengur föstum skrefum til dyra. En nú kemur í ljós að dyrnar sem hann kom inn um eru harðlæstar líka. Khatsjatúrían furðar sig á þessu, hamast á húninum og yppir svo öxlum. Reynir síðan allar hurðir í salnum hverja af annarri — allar læst- ar! ffis/ á - SYNDAFLÓÐIÐ KEMUR EFTIR OKKAR DAG 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.