Jón á Bægisá - 01.11.2000, Qupperneq 43
Kafarinn
að reynsla hans í djúpum sjávar, og lukkan sem hafði aflað honum auðæfa
og frægðar hjá fólki, mundi örugglega vera efni í jafn dásamlega sögu og
þá sem ég hafði sagt honum, og glaðlegri sögu. Prinsar, hefðarfrúr, dans-
meyjar, skýrði ég út íyrir honum, elska dapurlegar sögur, líka betlarar und-
ir húsveggjum. En ég ætlaði að verða sögumaður fyrir allan heiminn, og
menn sem stunda viðskipti og konur þeirra, vilja sögur sem enda vel.
Hamingjusami maðurinn var þögull andartak.
„Það sem dreif á daga mína,“ svaraði hann mér síðan, „eftir að ég yf-
irgaf Shiraz, er alls engin saga. Eg er frægur meðal fólks,“ hélt hann
áfram, „vegna þess að ég get dvalið á sjávarbotni lengur en aðrir. Þessi
hæfileiki, skaltu vita, or arfur frá nemanum sem þú hefur sagt mér frá.
En það er engin saga. Fiskarnir hafa verið mér góðir og þeir bregðast eng-
um. Þannig að sagan er engin.“
„Samt sem áður,“ hélt hann áfram eftir lengri þögn, „í staðinn fyrir
söguna þína, og af því óg vil ekki draga úr ungu skáldi, þá skal ég segja
þér hvað bar fyrir mig eftir að ég fór frá Shiraz, þótt það sé engin saga.“
Hann hóf síðan frásögn sína, og ég hlustaði á hann.
„Eg sleppi útlistunum á því hvernig ég komst frá Shiraz og kom hing-
að og held aðeins því til haga úr lífi mínu sem gleður menn, sem stunda
viðskipti, og konur þeirra.
Því þegar ég fór fyrst niður á hafsbotn til að leita að ákveðinni perlu
sem ég hafði sífellt í huganum á þessum tíma, þá kom gamall skrínfisk-
ur með hornspangagleraugu og leiddi mig áfram. Þegar hann var agn-
arsmár fiskur hafði hann flækst í neti tveggja gamalla fiskimanna og
hafði dvalið heila nótt í kjölvatni bátsins og hlustað á tal þessara
manna, sem hljóta að hafa verið guðhræddir og djúpvitrir. En í morg-
unsárið, þegar átti að lyfta netinu á land, slapp hann úr möskvunum
og synti burtu. Síðan þá hefur hann brosað að vantrausti annarra fiska
á mönnunum. Því í rauninni er því svo farið að ef fiskur kann eitthvað
fyrir sér, getur hann auðveldlega séð við þeim. Hann hefur jafnvel
fengið áhuga á háttum og eðli mannsins og heldur oft fyrirlestra um
þetta fyrir heilar torfur fiska. Hann sækist líka eftir að ræða þetta við
mig.
Ég á honum margt upp að inna, því hann er mikilsvirtur í hafinu og
sem skjólstæðingi hans hefur mór alstaðar verið vel tekið; honum á ég
einnig að þakka megnið af þeim auði og frægð sem hafa gert mig, einsog
þér hefur verið sagt, að hamingjusömum manni. Ég á honum fleira að
þakka on þetta, því í okkar löngu samræðum hefur hann miðlað mér
heimspekilegri lífsskoðun sem hefur veitt mér ró.
Þetta er það sem hann heldur fram:
á- — Syndaflúðið kemur eftir okkar dag
41