Sagnir - 01.06.2016, Blaðsíða 15
I fyllingu tímans lauk Eggert stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund. Líklega
hafa fleiri en ég álitið að þá hafi hann haldið beina leið á vit sagnfræðinganna vestur á
Melum. Svo var ekki. Eggert hóf nám í læknisfræði, síðar lá leiðin í sálfræði, íslensku
og stjórnmálafræði og hann lagðist jafnvel um skeið í sjálfsnám í stærðfræði. Loks
kom röðin að sagnfræðinni. Þegar að því kom má líklega h'ta svo á að Eggert hafi
fundið sig í hugmyndalegu samhengi. Hann lauk BA-prófi í sögu og stjórnmála-
fræði 1983. Meðan á náminu stóð gegndi Eggert flestum trúnaðarstörfum sem
stúdentum voru falin í námsgreininni og heimspekideildinni gömlu. Þá varð hann
formaður Sagnfræðingafélags íslands strax og hann öðlaðist sagnfræðings-titil.
Skömmu eftir BA-próf sneri Eggert svo aftur „heim“ í söguskorina og nú sem
stundakennari frá 1987. Einnig í því hluttærki kom hann að trúnaðarstörfúm eftir
því sem stundakennarar áttu á annað borð hlut að stjórnun. Meistaranámi lauk
Eggert svo í sagnfræði 1992.
Eggert var Reykjavíkurbarn, alinn upp í Arbæjarhverfi sem þá var vaxtarbroddur
horgarinnar. Hann var ekki af þeirri kynslóð sem send var í sveit og varð mikill
borgarmaður. Einhver lét þau orð falla að Eggert hafi auk þess verið svo mikill
krati að hann hafi á þessum tíma haft ímigust á landsbyggðinni og milda ég þó
orðalagið! Stundum þótti honum Reykjavík jafnvel fullþröng og hefði líklega vel
geta hugsað sér að lifa og hrærast í mun stærri borg.
Fyrsta stóra verkefni Eggerts eftir að námi lauk kann raunar bæði að vera orsök
þessa Reykjavíkur-hugarfars og afleiðing þess. Fer mat á því allt eftir því hvort
við álítum að menn velji sér verkefni eða verkefnin velji sér menn! Þarna á ég við
bindin tvö í Sögu Reykjavíkur. Á eftir fylgdu fleiri verkefni sem lutu að mannlífi,
tnenningu og athafnasemi í borginni. Má þar nefna sögu Leikfélagsins sem hann
þtaði með Þórunni, eiginkonu sinni, sögu Trésmiðafélagsins, Landsbankans og
Islandsbanka. — Annars æda ég ekki að rekja hér ritaskrá Eggerts. Aðeins minna
a hvernig hugarheimur okkar, áhugamál og viðfangsefni spinnast í flóknu samspili
ættar, uppruna, umhverfis og aðstæðna þannig að úr verður líf — heilsteypt en
toargbrotin tilvera. Lífsskoðun, gildismat og samfélagssýn hefur líka mikil áhrif á
viðfangsefni og efnistök okkar — ekki síður í fræðunum en á öðrum sviðum —
hvort sem okkur er það ljúft eða leitt.
Eg held því að dlviljun hafi ekki ráðið þegar Eggert hóf næst vinnu að því
verkefni sem vakd hvað mesta athygli á ferli hans og olli að mínu mínu mau
tnargháttuðum straumhvörfum. Þarna á ég við stórvikrið XJtidir bárujárnsboga sem
er borgarsaga, félagssaga, alþýðusaga og alþýðleg saga sem vakd mikla athygli á
viðfangsefninu, höfundinum en ekki síst högum þeirra sem lifðu og hrærðust undir
braggabogunum — um lengri eða skemmri tíma — allt fram til 1970. Ljóst er að
ITleð bók Eggerts fengu mörg þau sem búið höfðu í bröggunum uppreisn æru,
eigin rödd og mál og djörfung til að gangast við þessum bakgrunni sínum með
stolti. Undir bárujarnsboga er því dæmi um hvernig sagnfræðiverk geta haft félagsleg,
sálfræðileg og jafnvel sálgæsluleg áhrif. Við útgáfu braggabókarinnar mótaðist
h'ka sú afstaða Eggerts að fræðin ættu að vera almenningseign og fræðimaðurinn
maður fólksins. Hann lagði meðal annars áherslu á að bækur sínar ættu að verða
15