Sagnir - 01.06.2016, Blaðsíða 203
Vænlegur áfangastaður hernaðarandstæðings?
Umsóknin um pólitískt hæli handa Patrick Gervasoni barst formlega um miðjan
apríl 1980 í bréfi til sendiráðs Islands í París.* 6 Umsókninni fylgdi bréf frá honum
sem ritað var á dönsku, en Gervasoni var þá staddur í Kaupmannahöfn. Bréfið bar
nndirskrift Gervasonis. Þar komu ástæður umsóknarinnar fram. Það sem einkum
var borið fram málinu tiJ stuðnings var að franska ríkið hefði ekki látið honum í
te skilríki og þannig gerst brodegt gagnvart honum.7 Sömu rök voru notuð fyrir
umsókn um pólitískt hæli og yfirvöld höfðu áður notað þegar þau neituðu honum
um landvistarleyfi eftir hefðbundnum leiðum. Sú umsókn hafði borist í gegnum
Sendiráðið í Kaupmannahöfn en var hafnað af dómsmálaráðuneytinu í samræmi
'áð tilmæli Einars Ágústssonar, sendiherra Islands í Kaupmannahöfn.8 Engin
astæða var þó gefin upp fyrir höfnuninni í fjölmiðlum. Þegar íslenskir stúdentar í
Kaupmannahöfn óskuðu eftir rökstuðningi var þeirri bón hafnað og þeim sagt að
uaálið væri einfaldlega útkljáð. I samtali við Þjóðviljann bar Ólafur W. Stefánsson,
skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, því við að Gervasoni væri án
skilríkja auk þess sem skilaboð hefðu borist frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn um
»að maðurinn væri ekki æskilegur“ en Gervasoni hafði tjáð sendiherra að hann
v£ri ekki löghlýðinn maður.9
Skilríkjaleysí gerði mál Gervasonis bæði erfitt og flókið viðureignar í
st)órnsýslunni. Honum höfðu enn ekki verið úthlutað persónulegum skilríkjum
Þegar hann, 17 ára gamall, strauk af upptökuheimilinu þar sem hann ólst upp.
Herkvaðning frá franska hernum barst skömmu eftir að hann flúði vistheimilið en
hann neitaði að gegna henni. Af þeim sökum hlaut hann fangelsisdóm þrátt fyrir
að vera fjarstaddur og fór huldu höfði í Frakklandi eftir það. Sex árum síðar var
^ann handtekinn fyrir mótmæli, fangelsaður og síðar afhentur hernum og færður
1 e>nkennisbúning. Þaðan strauk hann og hlaut fangelsisdóm fyrir liðhlaup. Eftir
en áratug neðanjarðar flúði hann Frakkland og endaði í Danmörku þar sem
r°ttækir stúdentar með tengsl við Radikale Venstre hýstu hann. Meðal stúdentanna
Var einn íslendingur, Halldór Guðmundsson, og kom upp í hópi hans sú hugmynd
Urn að Gervasoni myndi leita til Islands, herlauss lands sem þeim þótti h'klegt að
^vndi sýna liðhlaupa samúð.
^ær hugmyndir áttu sér þó lida stoð í raunveruleikanum enda voru helstu
°rdæmin fyrir hælisveitingum á íslandi, mál kvótaflóttamanna frá Ungverjalandi
756 og Víetnam 1979. Frumkvæðið kom frá Rauða Krossinum sem sá jafnframt
Urn framkvæmdina sem laut ýmsum séróskum frá íslenskum stjórnvöldum.10 Á
® H Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002-B/393. Bréf Jean-Jaques de Fecile til sendiráðsins í Paris,
U april 1980. Bréf sendiráðs Parísar tfl dómsmálaráðherra, 22. aprfl 1980.
r U Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002-B/393. Bréf Gervasoni tfl dómsmálaráðherra, 8. maí 1980.
® 'ótckir um landvistarleyfi á fslandi", Dagbladiö, 7. maí 1980, bls. 9.
9 ..Landflótta Frakka neitað um hæli hér“ og „Sagði manninn óæskilegan", Þjóðviljinn, 24. apríl 1980, bls. 1.
* viðtali við höfund sagði Ólafur að menn væru óæskilegur ef þeir uppfylltu ekki ák\æðin skilyrði,
t,U' hafa með sér skilríki í fórum sínum.
1 ® Margét Guðmundsdóttir, íþágu mannúðar. Saga Rauða Kross ísiands, bls. 195.
203