Sagnir - 01.06.2016, Blaðsíða 266
Bu^gfeeecP2, B/oomberg'3 og The TelegrapbM.
Þau dæmi sem ég hef notað úr dægurmenningu eru auðvitað ekki sagnfræði eða
jafnvel meðvituð miðlun sögunnar, og þeir sem miðla hér eru ekki sagnfræðingar.
En ég tel að þetta sýni hvernig sögunni, og gagnrýnu viðhorfi dl hennar, hefur
verið miðlað á árangursríkan hátt til fjölda fólks sem hefði kannski ekki annars
kynnt sér hana. Ég tel að ástæðurnar megi t.d. rekja til þess að miðlararnir eru
meðvitaðir um samfélagslega ábyrgð sína og vilja hafa áhrif. Ein leiðin til þess er að
vera gagnrýninn á heiminn í kringum sig, og söguna má nota til þess. I viðtali mínu
við Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur ræddi ég við hana um áherslu hennar á gagnrýnið
viðhorf til sögunnar og það að brjóta niður viðteknar skoðanir. Svar hennar lýsir
vel því viðhorfi sem ég hef reynt að draga fram hér í greininni:
IÞaðj er náttúrlega mjög skýrt að tilgangurinn með afbyggingu er einmitt ekki
bara að brjóta niður neTdur’ kannskf að 'lejsa eitthvað upp tifþess að geta sett
jað saman á ný. Ef að ég myndi segja að eg hefði áhuga á að brjóta upp söguna
}á væri það ekki til þess að skilja hana eftir í molum heldur til þess að gera nana
öreiðari eða að búa til fleiri sögur.35
Lokaorð
Ef tilgangur sagnfræðinnar er að vera gagnrýnin, spyrjandi og ef hún á að þjóna
einhverjum samfélagslegum tilgangi, þá verður sagnfræðin sömuleiðis að vera
gagnrýmin á sjálfa sig sem fræðigrein. I grunnnáminu í sagnfræði í Háskóla Islands
er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýnið viðhorf til sögunnar en ekki er
næg áhersla lögð á miðlun sögunnar og nýbreytni í aðferðum og heimildanotkun,
að mínu mati. Sagnfræðingar verða að hugsa um aðferðir sínar, heimildir og
heimildanotkun, miðlun og hvaða tilgangi verk þeirra þjóna og hvaða tilgangi þeir
vilja að þau þjóni í samfélaginu. Dæmin sem ég hef tekið úr dægurmenningu gætu
gefið vísbendingar um hvernig megi ná þessu takmarki og sýnir kannski fram á það
hvernig hægt er að byggja brýr milli fræðanna og hins akademíska umhverfis og svo
samfélagsins, hins hversdagslega.
32 Francis Whittaker, ,John Oliver Asks Edward Snowden If The American Government Is Spying On
Your Naked Photos“, Buqpfeed, 6. apríl 2015, http://www.buzzfeed.com/franciswhittaker/john-oliver-
asks-edward-snowden-if-the-american-government-i#.gyZ15rpmN.. Sótt 16. apríl 2015.
33 Ali Elkin, ,John Oliver Interviews Edward Snowden, and Real Journalism Breaks Out“, Bloomberg,
6. apríl 2015, http://www.bloomberg.com/polidcs/articles/2015-04-06/john-oliver-interviews-edward-
snowden-and-real-journalism-breaks-out. Sótt 16. apríl 2015.
34 Raziye Akkoc, „Edward Snowden admits to John Oliver: I didn’t read all of leaked NSA material“,
Tbe Telegraph, 6. apríl 2015, http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/northamerica/usa/11518107
/Edward-Snowden-admits-to-John-Oliver-I-didnt-read-all-of-leaked-NSA-material.html. Sótt 16. apríl 2015.
35 Viðar Snær Garðarsson, viðtal við Sigrúnu Ölbu Sigurðardótmr.
266