Sagnir - 01.06.2016, Blaðsíða 204
hinn bóginn áttu aðkomumenn sem sjálfir leituðu til landsins erfitt uppdráttar; þar
má nefna Natan Friedman sem kom til landsins 1921 með Olafi Friðrikssyni en var
sendur úr landi vegna augnsjúkdóms, og 140 gyðinga sem neitað var um landvist
í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar.11 Þá hafði Flóttamannasamningurinn verið
undirritaður 1956 en ekki lögfestur en útlendingalögin frá 1964 tóku h'tið mið af
þeim samningi og gáfú ekki afgerandi fyrirmæli um hvernig meðferð hælisleitendur
ættu að fá. Þau kváðu þó á um að ekki mætti vísa þeim úr landi heldur ætti að skjóta
málinu til dómsmálaráðherra án tafar. Einnig var tiltekið að vísa mætti útlendingi
úr landi gerðist hann sekur um að falsa skilríki en í tilviki hælisleitenda var það brot
á Flóttamannasamningum. Þórður Eyjólfsson, lagaprófessor túlkaði lögin á þann
veg að um stjórnvaldsathöfn væri að ræða án skýrra fyrirmæla.12 Þannig væri valdið
í höndum ráðherra en ekki alfarið á lagalegum grundvelli.
Eftir að umsóknin um pólitískt hæli barst íslenskum yfirvöldum hófst
upplýsingaöflun um Gervasoni, meðal annars með bréfaskiptum til yfirvalda í Paris
og Kaupmannahöfn og til sendiráðanna þar. Dönsk yfirvöld könnuðust Htið við
mál Gervasonis fyrir utan að Radikal Ungdomen (ungliðahreyfing Radikale Ventre)
hefði sótt um hæli fyrir hann. Það kom aftur á móti skýrt fram að Gervasont
væri ólöglegur í landinu.13 Flins vegar dróst á langinn að fá svar frá sendiráðinu 1
París, því miðaði málinu ekkert áfram í dómsmálaráðuneytinu og sá sendiráðið i
Kaupmannahöfn sig knúið til að reka á eftir því þar sem vinir Gervasonis þar væru
enn að spyrjast fyrir um málið.14
Á sama tíma og mál Gervasonis lá í skúffu barst á borð stjórnvalda annað niál
sem margir töldu vera sambærilegt. Sovétmaður að nafni Viktor Kovalenko hafði
fengið tfmabundið landvistarleyfi á íslandi snemma í ágúst 1980, en hann hafði
leitað hælis í Bandaríkjunum. Hann hafði komið til landsins á rússnesku skipf
laumað sér úr augsýn skipsfélaga sinna og tekið leigubíl til bandaríska sendiráðsins
sem vísaði málinu til íslenska útiendingaeftirlitsins. Baldur Möller ráðuneytisstjón
sagði málin þó ekki sambærileg þar sem Kovalenko hefði verið kominn til landsins
og þá hefði hann gegnt herskyldu í Sovétríkjunum. Baldur sagði engar fastmótaðar
reglur gilda í sh'kum málum, en þó legði flóttamannasamningurinn skyldur á herðar
Islendingum.15 Friðjón Þórðarson, þáverandi dómsmálaráðherra, tók í sama streng
og sagði málin gjöróh'k. Herþjónusta í heimalandinu væri eitt af þeim málum sem
kanna þyrfti.16
11 Snorri Guðjón Bergsson, Útlendingar ogíslenskt samfélag 1900-1940, bls. 134-140.
12 Þórður Eyjólfsson, „Viðtaka pólitískra flóttamanna“, ÚIfljótur 19:4 (1966), bls. 146-147.
13 ÞÍ. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002-B/393. Skeyti danska utanríkisráðuneytisins
til sendiráðs Islands í Kaupmannahöfn, 17. júní 1980.
14 Þl. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. 2002-B/393. Bréf Hans Kjellund til dómsmálaráðuneytisins,
11. júlí 1980. Skeyti sendiráðs Islands í Kaupmannahöfn til dómsmálaráðuneytis, 11. ágúst 1980.
15 „Til bandaríska konsúlsins“, Morgunblaðið, 9. ágúst 1980, bls. 3.
16 „Mál Gervasoni og Kovalenkos ólík“, Dagblaðið, 12. ágúst 1980, bls. 5.
204