Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 12

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 12
12 SKAGFIRÐINGABÓK II Af eldri ættmennum Andrésar er hálf- bróðirinn Andrés Björnsson kunnast- ur. Hann lést réttu ári áður en Andrés yngri fæddist. Þótt þessir bræður yrðu þannig ekki samtíðarmenn má hik- laust segja að hinn eldri Andrés hafi verið örlagavaldur í lífi hins yngra. Þeir báru ekki aðeins sama nafn, held- ur varð námsferill þeirra í æsku hlið- stæður, áhugamál hin sömu og ýmis líkindi má sjá með þeim. Fyrsta rit sem Andrés yngri lét frá sér fara var safn af ljóðum og lausu máli bróður síns 1940. Því er rétt að fara nokkrum orðum um Andrés eldra hér. Hann fæddist sem fyrr var sagt 1883 og missti móður sína á fyrsta ári. Um uppvaxtarár hans eru litlar heimildir, en snemma mun hann hafa verið námgjarn og fullorðinslegur og innlif- aður í sveitalífið. Hannes Pétursson ritar í pistlum sínum „Úr skúffu- horni“ að hann hafi í samræðum við sóknarprestinn á fermingaraldri hagað orðum sínum eins og rígfullorðinn maður. Líka er sagt að eitt sinn er Andr és bjó á Hóli í Tungusveit með föður sínum kom þangað séra Hálfdan Guðjónsson sem þá þjónaði Goðdala- prestakalli „og stóð Andrés þá, átta eða níu vetra gamall sveinn, úti á hlaði með hendur í buxnavösum, horfði hnókinn fram að Grímsstöðum í Svart árdal og sagði við prestinn þegar þeir höfðu heilsazt: „Ég hygg að Gríms staðatún verði mjög svo snöggt í ár.““ (Skagfirðingabók, VI, 144). Þetta minnir á það sem Árni Pálsson prófessor segir í einu ritgerðinni sem til er um Andrés og stendur fyrir fram- an Ljóð og laust mál, að hann hafi litið „á flesta hluti frá sjónarmiði greinds sveitamanns. Áhugamál hans voru áhuga mál bóndans.“ En hneigð hans til náms og hæfileikar til andlegrar iðju urðu til þess að hann komst til mennta, sem fágætt var um syni fátækra bænda. Ekki er vafi á að faðir hans hefur af öllum mætti stutt að því, enda séð rætast í syninum eigin æsku- drauma um skólanám sem urðu að engu. Á sautjánda ári tók Andrés inn- tökupróf í Lærða skólann í Reykjavík og settist í annan bekk árið 1900. Síðan las hann eitt ár utan skóla en lauk stúdentsprófi vorið 1905. Í skóla höfðu gáfur hans vakið athygli og ekki síst varð hann kunnur sem einn allra slyngasti hagyrðingur skólans. Um haustið hélt hann til Kaupmannahafn- ar og hóf nám í norrænum fræðum við Háskólann. Hann var vinsæll af fé- lögum sínum í Höfn, eins og grein Árna Pálssonar vottar. Einnig getur Jakob Jóhannesson Smári þess að Andr és hafi verið „ákaflega skemmti- legur og gamansamur félagi. Þegar hann heimsótti okkur, hafði hann til siðs að taka af sér skóna, leggjast upp í sófa og segja lygasögur. Þær byrjuðu gjarnan svona: „Þegar ég sat yfir fé föður míns, sem er nú forresten það vænsta fé sem ég hef séð – “. Og svo kom sagan.“ (Matthías Johannessen: M Samtöl II, 95). Andrés lauk ekki háskólaprófi og sneri heim frá Kaupmannahöfn 1910. Næstu ár fékkst hann við sitt af hverj u, ritstjórn og blaðamennsku, meðal ann ars var hann ritstjóri Vísis um skeið 1915, og jafnan þingskrifari um þing- tímann. Einnig lagði hann stund á leiklist og þótti góður áhugaleikari. Þá samdi hann ásamt fleirum revíuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.