Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 23
23
ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI
Lýðveldishátíðarávarp flutti sendi-
herrann í útvarpsþætti mínum viku
síðar. Þá talaði einnig háskólakennari
í Oxford, Gabriel Turville-Petre ís-
lensku fræðingur, sem hafði áður fylgt
úr hlaði þessum útvarpssendingum.
Sjálfum var mér boðið annað starf sem
hefði kunnað að hafa gagnger áhrif á
framtíð mína. Því hafnaði ég og hef
aldrei séð eftir því, en ég sá ekki held-
ur eftir árinu mínu í London. Þar
kynntist ég mörgu sem kom mér að
gagni síðar. Sú dvöl átti drjúgan þátt
í þroskaferli mínum.
Tveimur mánuðum eftir stofnun
lýðveldisins steig ég á land í Reykja-
vík. (Mbl. 17. júní 1994).
Þannig var Andrés Björnsson kominn
heim frá sögulegri ársdvöl í London.
Lífsstarfið er að hefjast.
V
Á háskólaárunum hafði Andrés orðið
nokkuð kunnugur í Ríkisútvarpinu.
Þar leitaði hann nú fyrir sér með starf
og hafa áreiðanlega verið lögð drög að
því meðan á dvölinni í London stóð.
En um það bil sem hann er stiginn á
land heima er þessu máli ráðið til
lykt a. Í fundargerð útvarpsráðs 29.
ágúst 1944 er bókað á þessa leið,
fundar ritari er Helgi Hjörvar:
Ráðning Andrjesar Björnssonar
Fyrir lá tillaga frá skrifstofustj. (sbr.
6. lið síðasta fundar) svofeld:
„Útvarpsráð ályktar að óska þess, að
Andrjes Björnsson cand. mag. verði
ráðinn til dagskrárstarfa við út-
varpið um eitt ár, frá 1. eða 15.
næsta mánaðar, og taki laun í 2.
launaflokki. En verkefni hans ætl-
ast útvarpsráð til að verði einkum
undirbúningur og hverskonar sam-
vinsla útvarpsefnis, þýðingar leik-
rita og annars efnis úr útlendu máli
o. s. frv. Ráðning þessi í eitt ár sje
til reynslu, án skuldbindingar um
framhald starfsins.“
Útvarpsstj. ljet þess getið, að frjetta-
stofuna vantaði nú þegar mann, eink-
um til að annast Innlendar frjettir, og
hefði hann mjög auga á Andrjesi í það
starf. Urðu um þetta nokkrar um-
ræður. – Þvínæst var tillagan samþykt
með öllum atkvæðum. (Fundargerðir
útvarpsráðs í Þjóðskjalasafni, afrit hjá
Ríkisútvarpinu).
Þar með var Andrés orðinn starfs-
maður við Ríkisútvarpið þar sem hann
átti eftir að vinna mestan sinn feril.
Við þau tímamót er rétt að fara nokkr-
um orðum um þessa stofnun og
aðstæður þar þegar hann kemur til
starfa.
Farið var að ræða útvarp hérlendis –
eða víðvarp eins og tækni þessi nefnd-
ist í fyrstu – á þriðja tug síðustu aldar.
Árið 1924 voru sett lög sem heimil-
uðu slíkan rekstur og einkaútvarpsstöð
hóf starfsemi í Reykjavík 1926. Hún
starfaði fram á haust 1927, en lagðist
þá niður. Var nú stefnan tekin á ríkis-
rekstur í þessari grein, svipað og á
Norðurlöndum og í Bretlandi. Fyrstu
lög um slíkt voru sett 1928 og í með-
ferð þingsins varð heitið útvarp ofan á.
Samkvæmt lögunum skyldi setja
rekstr i þessum forstöðumann en sér-
stök nefnd, útvarpsráð, skyldi sjá um
og bera ábyrgð á „hinni menningar-
legu starfsemi“. Útvarpsráðið tók fyrr
til starfa, í nóvember 1929. Formaður
þess var skipaður Helgi Hjörvar, en