Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 25
25
ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI
en á fréttastofunni. Þar með lenti hann
„Helga megin“ víglínunnar, sam-
skipti hans við útvarpsstjóra urðu
hvorki mikil né náin en árekstralaus.
Í útvarpsráði sátu ýmsir áhrifaríkir
og svipmiklir menn. Jón Eyþórsson
hafði verið formaður um skeið og var
mjög afskiptasamur í því starfi, stóð í
deilum bæði við Helga og Jónas. Einn
hugkvæmasti fulltrúi í ráðinu var
Pálm i Hannesson sem átti frumkvæði
að ýmsum dagskrárnýjungum. For-
maður útvarpsráðs þegar Andrés kom
til starfa var Magnús Jónsson guð-
fræðiprófessor, oftast nefndur Magnús
dósent, afar fjölhæfur, fræðimaður,
stjórnmálamaður og listamaður.
Útvarpið hafði frá 1931 verið til
húsa í Landssímahúsinu við Austurvöll
og þar settist Andrés nú að störf um.
Á skrifstofu útvarpsráðs störfuðu
þeg ar þarna var komið auk Helga
Hjörvar Þórleif Norland ritari og
Ragn ar Jóhannesson. Þórleif hélt
rekstr i skrifstofunnar á réttum kili.
Andrés lét einhvern tíma í ljós að hún
hefði verið ein sú manneskja sem hann
mat mest hjá útvarpinu vegna færni
sinnar og persónuleika. Hún naut
mikillar virðingar samstarfsfólksins
og var jafnan nefnd frú Norland.
Ragn ar Jóhannesson hafði komið til
starfa 1942. Hann var nokkrum árum
eldri en Andrés og með hliðstæða
menntun, hafði lokið stúdentsprófi á
Akureyri og cand. mag.-prófi frá Há-
skóla Íslands. Ragnar var hæfileik a-
maður og ágætlega skáldmæltur sem
söngtextar hans votta. Hann starfaði
ekki lengi á skrifstofunni, fór þaðan
1947 og gerðist skólastjóri á Akranesi.
Baldur Pálmason var þá ráðinn til
starfa á skrifstofu útvarpsráðs og áttu
þeir Andrés langt samstarf þar. Þá er
Starfsfólk á skrifstofu útvarpsráðs. Myndin er tekin í hófi á fimmtán ára afmæli Ríkisútvarpsins,
20. desember 1945. Frá vinstri Andrés Björnsson fulltrúi, Þórleif Norland ritari, Helgi
Hjörvar skrifstofustjóri og Ragnar Jóhannesson fulltrúi.