Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 34
34
SKAGFIRÐINGABÓK
en þær las þýðandinn í útvarp um
svipað leyti, og 1954 komu Nýjar
sögur af Don Camillo. Úr þessum sögum
var búið til leikritið Don Camillo og
Peppone sem Andrés þýddi einnig og
Þjóðleikhúsið sýndi 1957. Á því ári
kom þýðing hans á sögunni Svart blóm
eftir John Galsworthy, í flokki Menn-
ingarsjóðs af sögum Nóbelshöfunda.
Stíll Galsworthys og andinn í verkum
hans átti vel við Andrés og er þýðing
hans á sögunni hugnæmur lestur.
Svipað má segja um allar þýðingar frá
hendi hans, enda bregst honum ekki
smekkvísi í stíl og máli. Hann hafði
stundum orð á því hve mikla ánægju
þýðingarstarfið veitti honum.
Árið 1955 var Almenna bókafélagið
stofnað. Fyrsta útlenda skáldverkið
sem það forlag gaf út á stofnárinu var
fræg saga eftir suður-afríska höf undinn
Alan Paton um samskipti hvítr a
mann a og þeldökkra, Grát, ástkæra
fósturmold, í þýðingu Andrésar. Aðra
sögu eftir Paton, Of seint, óðinshani,
þýddi Andrés fyrir Ísafoldarprent -
smiðju 1960. Sama ár kom Frúin í
Litla garði eftir Mariu Dermout hjá Al-
menn a bókafélaginu. Hjá því forlagi
var út gefin í lítilli bók, 1962, þýð ing
Andrésar á ritgerð á dönsku eftir Árna
Magnússon handritasafnara, Galdra-
málin í Thisted.
Árið 1962 kom einnig út hjá Helga-
felli sérstæðasta þýðingarverk Andrés-
ar og líklega hið vandasamasta. Jón
Sigurðsson frá Kaldaðarnesi var vinur
hans og hafði á sínum tíma verið vinur
og skólabróðir Andrésar eldra. Jón var
mikill snillingur máls og stíls. Hann
hreifst ungur af norska sagnameist-
aran um Knut Hamsun og þýddi fjórar
af skáldsögum hans á íslensku. Fyrsta
þýðingin, Viktoría, kom út 1912, en
hin síðasta, Að haustnóttum, 1946.
Jón lést 1957. Á síðustu árum sínum
hafði hann fengist við að þýða sögu
Hamsuns, Benoní, og var hálfnaður
með hana þegar hann féll frá. Ekkja
Jóns, Anna Guðmundsdóttir, bað
Hjónin Andrés
Björnsson
og Margrét Helga
Vilhjálmsdóttir.