Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 38

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 38
38 SKAGFIRÐINGABÓK – Það var nú það. Eiginlega snerist mér ekki hugur. Mér líkaði ákaflega vel að kenna við Háskólann og sótti ekki fast að verða útvarpsstjóri. Það er erfitt að svara því hvað réði úrslitum. En það kom margt til greina. Fram- tíðin við Háskólann var óviss, og það var í rauninni ekki erfitt að gera upp hug sinn á þeim forsendum. – Hefur þú séð eftir að söðla um aft- ur? – Nei. Ég held að það sé mesta vit- leysa að hugsa um hvort maður hefur tekið réttar eða skakkar ákvarðanir í ýmsum efnum. Það er alveg þýðing- arlaust. (Helgarpósturinn 9. janúar 1981). Vitanlega er þýðingarlaust að velta fyrir sér ástæðum þess hvaða ákvarð- anir menn taka við tilteknar aðstæður í lífinu og hvort þær voru réttar eða rangar frá ákveðnum sjónarmiðum. Ýmsir töldu að fast hefði verið leitað eftir því við Andrés að verða út- varpsstjóri. Einar Laxness víkur að þessu í eftirmælagrein og segir að þeg- ar Andrés virtist „kominn í farsæla höfn sem háskólakennari í bókmennt- um, og hann gæti þess vegna farið að snúa sér alfarið að fræðistörfum … þá höguðu forlögin því svo, að hann var í raun dæmdur til að hverfa af hinum nýja vettvangi, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Staða útvarps- stjóra var laus og í þann sess komst hann ekki hjá að setjast. …“ (Mbl. 8. janúar 1999). Vegna langra kynna af Andrési Björnssyni á ég bágt með að trúa því að hann hafi orðið útvarpsstjóri fyrir einhvers konar nauðung. Hann var að vísu stundum seinn til ákvarðana og gaf óljós svör, það þekktum við starfs- menn hans, en hins vegar var hann mjög einbeittur, staðfastur, að ekki sé sagt þrár, þegar hann hafði gert upp hug sinn og varð þá ekki haggað. Hafi hann verið staðráðinn að starfa í Háskólanum mundi hann ekki hafa látið telja sig á að breyta þeirri ákvörðun. Hann sneri einfaldlega aft- ur til vinnustaðar sem hann gjör þekkti og hafði ekki nægilegt traust á framtíðinni á hinum nýja stað, þótt öðrum virtist slíkt ástæðulaust. Að vísu var ekki í augsýn að prófessors- staða í bókmenntum losnaði í bráð, en svo fór þó eftir fá ár. Hins vegar verður sjaldnast ráðið í framtíðina á hvaða starfsvettvangi sem er. Andrés hefur varla órað fyrir þeim miklu breyting- um í fjölmiðlun sem næstu ár báru í skauti. Í þeim sviptingum var Ríkisút- varpið vissulega í lykilhlutverki. VIII Fyrsti starfsdagur Andrésar á stóli út- varpsstjóra á Skúlagötu 4, 2. janúar 1968, varð ærið kaldranalegur. Einn af helstu og reyndustu stjórnendum stofnunarinnar, Jón Magnússon frétta- stjóri, andaðist snögglega á leið á vinn u stað sinn. Margrét Indriðadóttir varafréttastjóri, síðar eftirmaður Jóns, sagði svo frá í eftirmælum um Andrés: „Fyrsta erindi mitt við nýskipaðan út- varpsstjóra, og hið þungbærasta, var að segja honum lát Jóns. Andrés setti hljóðan við þá harmafregn. Ég man að hann gekk út að glugganum á skrif- stofu sinni á fimmtu hæðinni og horfð i lengi þögull út í sortann á úfið hafið og sæbarða Skúlagötuna þennan grimm a frostkalda dag. Sagði svo:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.