Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 43

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 43
43 ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI Vilhjálmur vann síðan að því af full- um krafti að þoka byggingarmáli Ríkisútvarpsins fram, en menn urðu að sæta verulegum beytingum á áforminu. Þannig ákvað samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir að sú bygging sem ætluð var útvarpinu einu skyldi duga fyrir sjónvarp líka og varð að fallast á það. Eigi að síður var tregða í ríkisstjórn að leyfa að verkið yrði boðið út; einkum vildi Geir Hall- grímsson forsætisráðherra athuga vel sinn gang. Mun Andrés Björnsson hafa haft sín áhrif bak við tjöldin. Komið var fram á síðasta ár kjör- tímabilsins og skammt til lokadags ríkisstjórnar þegar samþykkt var að hefja framkvæmdir, 20. júní 1978. Og 19. júlí var hægt að nota skófluna góðu. Það var gleðidagur í fögru sumar veðri þegar menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna á túninu við Háaleitisbraut. Á eftir var efnt til kaffisamsætis á Skúlagötu 4. Í ræðu sinni færði Andrés útvarpsstjóri Vil- hjálmi Hjálmarssyni sérstaklega þakk- ir fyrir drengilegan stuðning við Ríkis útvarpið alla sína ráðherratíð. Um það hversu hugleikið byggingar- málið hafði verið Vilhjálmi má lesa í minningabók hans: Morguninn eftir athöfnina kom ég inn í skjalageymslu ráðuneytisins til þess að fá mér kaffisopa með starfs- fólkinu svo sem venja var um tíu- leytið. Hafði ég þá orð á því við nærstadda, hvenær ráðuneytinu hefði áskotnast peningaskápur sá hinn mikli, er við blasti þar innstur kopp- ur í búri. Menn skildu ekki hvað ég var að fara, því þetta ferlíki hafði staðið þarna árum saman. En skýring- in var ofureinföld. Rekan hafði jafnan staðið upp við þennan skáp og ég aldrei komið auga á annað en hana í fjögur ár. (Raupað úr ráðuneyti, 65). Þótt Vilhjálmur hyrfi úr ráðherrasæti hafði hann áfram hug á málum Ríkis- útvarpsins. Eftir að lokið var að grafa grunninn stöðvuðust framkvæmdir um sinn. En á næsta þingi bar hann upp sem þingmaður og fékk sam- þykkt a tillögu um að framlag Ríkisút- varpsins í framkvæmdasjóð hækkaði um helming, úr 5 í 10% afnotagjalda. Þrátt fyrir það varð töf á framkvæmd- um vegna tregðu stjórnvalda. Stóð svo þar til Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra gaf leyfi til framhalds verksins á fimmtugsafmæli Ríkisút- varpsins 20. desember 1980. Í fram- haldi af því skipaði ráðherra bygging- ar nefnd undir forustu Harðar Vil hjálmssonar fjármálastjóra. Eftir það gengu framkvæmdir með eðli- legum hraða eins og fjármunir leyfðu. Hluti hússins var tekinn í notkun þeg ar Rás 2 hóf útsendingar þar 1. desember 1983. Það var svo 19. júní 1987 sem Útvarpshúsið á Efstaleiti 1 var formlega tekið í notkun, þótt þá væri einungis búið að innrétta útvarps- hluta þess. Þá var Andrés Björnsson ekki lengur útvarpsstjóri. En á þessari hátíðarstund voru tveir menn, hann og Vilhjálmur Hjálmarsson, heiðraðir sérstaklega og hvorum um sig afhent silfurlíkan af þessu húsi sem þeir í sameiningu áttu mestan þátt í að varð að veruleika. Hér er ekki unnt að rekja í þaula mál- efni Ríkisútvarpsins þau ár sem Andr és var útvarpsstjóri, enda hlaut margt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.