Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 52

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 52
52 SKAGFIRÐINGABÓK útgáfu Menning ar sjóðs í „Næpunni“ við Skálholtsstíg. Þar áttum við einn- ig góða samvinnu við vin okkar Helga Sæmundsson.“ (Mbl. 8. janúar 1999). Í segulbandasafni Ríkisútvarpsins er varðveitt mikið af efni sem Andrés flutti og las inn á segulbönd. Þótti vel til fundið að gefa út á hljómdiski úrval úr ljóðalestri hans. Höfundur þessarar greinar átti aðild að því verki og skrif- aði texta með diskinum sem út kom 1996. Á honum eru hljóðritanir á lestr i ljóða eftir þrettán skáld. Sú elsta er frá 1946, en yngstu upptökurnar frá 1981. Hér eru mörg af eftirlætis- skáldum Andrésar og vitaskuld fer Grímur Thomsen fremstur. Elstur skáldanna er Hallgrímur Pétursson en yngstur Steinn Steinarr. Að sjálfsögðu vantar margt sem menn hefðu gjarnan viljað hafa með. „Eigi að síður má efni þessa hljómdisks teljast fullgott dæmi um þann mikilsverða þátt í ævistarfi Andrésar að stuðla að því með útvarps- flutningi að gera íslenskan kveðskap lifandi í vitund þjóðarinnar.“ Þetta seg ir í upphafi kynningartexta með diskinum og honum lýkur á þessum orðum: „Ekki þarf að lýsa því fyrir þeim sem hafa diskinn í höndum hvernig Andrés flytur þessi kvæði. Þess er vert að minnast að ljóðið er að uppruna nátengt tónlist, í víðum skilningi, og nýtur sín tíðum best þegar það er flutt í heyranda hljóði. Þá reynir á skyn flytj andans á hljóm, hrynjandi og brag ljóðsins, en umfram allt skilning á þeirri hugsun sem í því felst og næm- leik á kvikuna í því. Þessu kemur góður flytjandi eins og Andrés Björns- son á framfæri með persónulegum blæbrigðum. Þegar best lætur rennur texti ljóðs og rödd flytjanda saman í einingu. Orð skáldsins öðlast þá nýtt líf í huga áheyrandans.“ Þessi hljómdiskur er eins konar minnisvarði um Andrés. Annar slíkur varði er bókin með áramótaræðum hans. Þriðji varðinn hefði átt að verða bókin um Grím Thomsen sem til stóð að gefa út á síðustu æviárum Andrés- ar. Andrés og Margrét kona hans reistu sér á áttunda áratug síðustu aldar hús í vesturbæ Reykjavíkur. Það er númer 62 við Hofsvallagötu, á horni þeirrar götu og Ægisíðu. Þar sat Andrés lengst um eftir að hann lét af embætti og þangað var gott að heimsækja þau hjón. Af honum mátti fræðast um margt og naut ég þess að spjalla við hann um gamalt og nýtt, sögu Ríkisút- varpsins, merkismenn sem hann hafði kynnst á langri ævi, og einnig málefni samtíðarinnar sem hann fylgdist með af vakandi áhuga og hafði ákveðnar skoðanir á. Andrés bjó við sæmilega heilsu nokk uð fram á áttræðisaldur en þá fór honum að hraka. Á áttræðisafmælinu heimsóttu hann gamlir samstarfsmenn úr Ríkisútvarpinu og vottuðu honum þakkir fyrir vináttu og samskipti sem ekki hafði borið skugga á, langa og góða návist. Menn óraði fyrir því að skammt myndi til lokadags. Svo reyndist vera. Haustið 1998 veiktist Andrés og fór á sjúkrahús í nóvember. Hann komst þó heim um skeið, en veiktist aftur, var fluttur á Landspítal- ann og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hann lést 29. desember 1998, hátt á áttugasta og öðru aldursári. Andrés var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 8. janúar 1999. Séra Gunnar Kristjáns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.