Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 59

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 59
LANDNEMAR Í VESTURHEIMI Ferðalagið vestur mun væntanlega hafa gengið nokkuð áfallalaust fyrir fjölskylduna og til Kanada er hún kom in um haustið þetta sama ár og dvelur um veturinn 1883–84 á Gimli. Því miður hafa ekki fundist bréf frá þeim hjónum um ferðalagið né komu þeirra til Kanada. Hinsvegar má lesa í bókinni, Bréf Vestur-Íslendinga I, sem Böðvar Guðmundsson rithöfundur safn­ aði, ítarlega lýsingu Jónasar Húnfjörð (Hunford) á þessari ferð til Kanada 1883 með skipinu Camoens sem fór frá Sauðárkróki 4. ágúst það ár. Jón as og fjölskylda hans var frá Stafni í Ból­ staðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og bréfið er skrifað 11. október 1883 til tengdamóður hans, Margrét ar Sig­ valdadóttur í Stafni. Þar segir m.a.: 8. ágúst sáum við Shetlandseyjar ... fengum rok á suðvestan alla leiðina suður með Skotlandi til Granton. ... foraðsveður ... margir voru sjóveikir ... 10. ágúst gengum við af Camoens og sögðum skilið við hann. ... Leiðin frá Granton til Glasgow er hérumbil 25 enskar mílur og vorum við á þeirri ferð í 1½ klukkutíma. Fólkinu var raðað í 25 vagna og fór ágætlega um það. ... Glasgow er stór staður og máttum við emigrantar fara fótgang­ andi gegnum hann ... og þótti mér það óviðurkvæmileg meðferð á okkur ... Í Glasgow fóru farþegar um borð í skipið Phoenecian ... gamalt hró og mesti þyngslaskröggur ... Fólkið var drifið um borð og talið 900 manns sem á skip gengu, þar af rúmlega 700 Íslendingar, hitt voru enskir, írskir og skoskir emigrantar ... Í bréfinu kemur einnig fram að skipið hafi hreppt mikið dimmviðri og þoku á leiðinni yfir hafið, margir voru illa haldnir af lasleika og sjóveiki, en 22. ágúst er skipið komið til Québec í Kan ada þar sem farþegar stigu á land. Þá tók við margra daga erfitt ferðalag með lestum og bátum þangað til hóp­ urinn var kominn til Winnipeg, sem var 31. ágúst, en þaðan héldu síðan margir út á sléttuna til Nýja­Íslands, þar á meðal Dýrunn og Gísli. Alls dóu sjö ung börn frá því lagt var af stað frá Íslandi áður en komið var í áfangastað í Kanada, fjögur þeirra dóu á leiðinni yfir hafið. Gísli og Dýrunn komust heilu og höldnu með börnin sín til Gimli og dvöldust þar um veturinn, en um vorið 1884 fluttust þau norður í Mikl­ ey, (nú Hecla Island), eyju í Winnipeg­ vatni, þar sem þau fengu úthlutað landi á norðvesturströndinni og reistu þar bæ sem þau nefndu Skógarhöfða. Gísli var góður smiður og mikill dugn aðarmaður sem kom sér vel í þess u nýja landnámi þar sem allt þurft i að byggja upp frá grunni. Nokkr ar íslenskar fjöl skyldur höfðu áður fengið úthlutað landi austan­ megin á eyjunni Mikley og sest þar að, en þangað var nokkurra kílómetra leið frá Skógarhöfða og var bærinn því fremur einangraður frá ann arri byggð. Þó bjó önnur íslensk fjölskylda á þessu svæði, á bæ sem hét Leiravík, hjón að nafni Árni og Sigríður Egilsson. Land­ kostir þarna voru ekki þeir ákjósan­ leg ustu vegna votlendis sem um­ kringdi þetta svæði, og átti eftir að aukast þau 14 ár sem Dýr unn og Gísli bjuggu þarna, og leiddi að lokum til þess að þau urðu að flytja burtu vegna vatnavaxta. Þrátt fyrir þessa erfiðleika liðu þau aldrei skort og komust sæmi­ 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.