Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
jarðir í FramBlönduhlíð og Velli í
Hólmi. Á hinn bóginn – og er athygl
isvert – er ekki getið um veiðivon á
jörðum í ÚtBlönduhlíð, frá Mið
Grun d og allar göt ur út að Ytri
Brekk um.
Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum
sagði mér einhverju sinni, að hann
teldi að Vötnin hefðu brotið sér leið út
austan Borgareyjar um aldamótin
1800. Þau um mæli Stefáns eru nánast
samhljóða því sem greint er frá í
bókinni, Sýslu- og sóknarlýsingar Hins
íslenzka bók mennta félags, II, sem fjallar
um Skaga fjarðar sýslu og er gefin út af
Jakobi Benedikts syni og Pálma
Hannessyni. Þar er lýsing Glaumbæj
ar og Víðimýrarprestakalls, rituð um
1840, af Gísla sagn aritara Kon ráðs
syni, og þar er m.a. eftirfarandi tekið
fram:
Héraðsvötnin, falla nú framan að, á
milli Hólms og Blönduhlíðar, út fyrir
austan Skinþúfu og Velli. Skiptust
þau nú fyrir rúmum 40 árum fyrir
svokölluðu Eiríkshöfðanesi, fyrir utan
Velli, en áður höfðu þau öll runnið
vestan Hegraness. Nú falla þau aust
an þess, svo þurr er vestari farvegur
nema í vatnavöxtum, áður Kvíakvísl
fyrir sunnan Eyhildar (al. Egils)
holt í Rípursókn fellur vestur í hinn
forna farveg, með Húsabakka að aust
an og svo þaðan allt í sæ út.
Með vísan til þess, sem hér hefur verið
nefnt er nokkuð ljóst að Sandarnir
hafa verið aðalfarvegur Héraðsvatna
um aldir.
legu bú störf, vegna glímunnar við
Vötnin. Og Eysteinn Jónsson ráðherra
var hér í hér aði fyrir alþingiskosning
arnar vorið 1937. Hann kom að kvöld
lagi til gistingar að „Holti“ og segir
svo frá í ævisögu sinni: „og þótti mér
nýstárlegt að heimreiðin lá yfir eina
væna kvísl Vatnanna.“
Gamlar sagnir og munnmæli
Talið er að á Sturlungaöld hafi Héraðs
vötn runnið vestur með Vindheima
brekkum, út fyrir vestan Krossanes og
Löngumýri í Vallhólmi, þaðan hafa
þau líklega runnið út fyrir vestan
Eyhild arholt, en öll austan Hegraness.
Síðan fluttu þau sig austar í héraðið,
runnu þá fyrir austan Velli í Hólmi,
ennþá fyrir vestan Eyhildarholt, en
e.t.v. öll austan Hegraness.1
„Vötnin eru aldrei iðjulaus“ segir
Ind riði Einarsson í endurminningum
sín um, Séð og lifað. „Sé ekki annað verk
fyrir hendi, breyta þau farveginum.“
Ind riði telur að Vötnin hafi runnið
þann ig fram um eða fram yfir aldamót
in 1700, að nokkur hluti þeirra braust
vest ur fyrir Hegranes, fyrir innan
Eyhild ar holt. Og Indriði heldur
áfram: „Ofan af Vatns skarði eða fram
an af Mæli fellsdal renna Vötnin eftir
hérað inu eins og silfurflóð. Sá sem
ætti þess a silf urnámu gæti keypt alla
jörð ina kemur ferðamanninum í hug.“
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns frá árinu 1713 er getið um
veiðivon á laxi og silungi, ef einhver
er, á þeim jörðum sem land eiga að
Héraðsvötnum. Svo er og um flestar
1 Býlið Ferjuhamar í vestanverðu Hegranesi kemur fyrst við heimildir 1295. Nafnið sýnir að
Vesturvötnin hafa verið ferjuvötn á fyrstu öldum byggðar. Ritstj.
72