Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 74
SKAGFIRÐINGABÓK
Kvíslar Héraðsvatna
Héraðsvötn taka að greinast skammt
norðan Grundarstokks, um fremsta
hluta Borgareyjar, við Grundarnestá.
Þar rennur allbreið kvísl vestur og
síðan norður, sunnan og vestan Borg
ar eyjar. Kvísl þessi heitir Sandar, og er
áður nefnd. Farvegur Sandanna er
geysibreiður, enda, eins og komið hef
ur fram, líklega aðalfarvegur Vatn
anna langa hríð. Meginhluti þeirra
hefur þó í marga áratugi runnið út
austan Borgareyjar. Síðustu 15–20 ár
in hefur þó vatnsmagn í Söndunum
vaxið mjög og virðist aukast ár frá ári.
Nú þegar ég er að festa þessi orð á
blað, minnist ég þess, að síðdegis
laug ardaginn 7. maí árið 1949 lögðum
við Gísli bróðir af stað á ball í
Varmahlíð. Við gengum fram Borgar
eyju. Fyrir hugaður var fyrirdráttur
fram í Vötnum daginn eftir. Við dróg
um því pramma með okkur fram með
austurbakka Borg areyjar, allt fram í
Grundarnestá, en þar ætluðum við að
byrja veiðiskapinn.
Við þurftum að sjálfsögðu að kom
ast suður yfir Sandana og fram á veg
vest an Grundarstokksbrúar. Vegna
þrá látra kulda er verið höfðu vikurnar
áður töld um við víst að Sandarnir yrðu
ekki neinn farartálmi. Sú varð og
raunin. Það rann ekki dropi um þá, og
við gengum þurrum fótum fram á
Vallabakka. Örfáum árum seinna, síð
ari hluta sumars, átti ég erindi fram á
Vallabakka og komst þá á stígvélum
yfir Sandana, án þess að blotn a.
Auðvitað var töluvert vatn í Sönd
Heimsýn að Eyhildarholti austur yfir Héraðsvötn 20. september 1999. Tungufjall í bak-
sýn milli Vindárdals til vinsti og Þverárdals til hægri. Vinstra megin sér á skriðuhlíð
Axlarhagahnjúks en Frostastaðaöxl til hægri.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
74