Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
þeim var jafnan hlýjast og þar ætl
uðum við að halda til. Ég býst við að
við höfum verið búnir að dvelja þar í
klukkutíma þegar Svenni kom á
gluggann. Hann hafði komist yfir á ís
utan við Höfðann á þann hátt, að
bind a um sig kaðal en Leifi hélt í
hann á Vesturbakkanum. Við vorum
þegar ákveðnir í því að freista heim
ferðar. Ekki þorðum við að láta Kolla
fikra sig einan á kaðlinum og varð úr
að Konni færi fyrstur. Var hann á
tveimur mannbroddum. Nú valt allt
á því að kaðallinn slitnaði ekki en
hann var úr gömlum reipum. Á það
varð nú samt að treysta að hann dygði,
Konna gekk vel, hrópaði hann til
okk ar þegar hann var kominn yfir því
svo var orðið dimmt að við sáum
ógjörla yfir kvíslina. Næst fórum við
Kolli, okkur gekk einnig vel, síðastur
skyldi svo Svenni koma. Batt hann
utanum sig kaðalinn en við drógum
hann yfir. Gekk það einnig með
ágæt um þannig varð ekkert af því að
við gistum í fjárhúsunum.
Morguninn eftir kom í ljós, að stór
vök var komin skammt fyrir norðan
þar sem þeir fóru yfir og héldu sér í
kaðlinn. Enginn veit hvort vökin hafði
myndast um nóttina eða verið þar
kvöldið áður.
En nú er rétt að hverfa nokkur ár aft
ur í tíma. Sem stráklingur heyrði ég
minnst á þennan atburð. Það mun
hafa verið laust fyrir 1930, 1926–
1928, að pabbi var að koma heim
aust an af Engjaeyju og með honum
elstu strákarnir, Magnús, Sveinn og
Konráð. Pabbi reri pramm anum suður
yfir Austurkvíslina að allhárri eyri,
sem á þessum árum og lengi síðan var
nánast alltaf á sama stað, og náði frá
Fjárrekstur yfir Sandana áleiðis í sumarhaga á Eyvindarstaðaheiði um 1990.
Ljósm.: Guðrún Árnadóttir.
82