Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 109
ÞJÓNUSTAN OG ÍGANGSFÖTIN
Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru 77 dæmi um nafnorðið þjónustu. Af þeim tengjas t
33 dæmi konum í þjónustuhlutverki á heimilum gamla bændasamfélagsins. Hin 44
dæmin eru um annars lags þjónustu. Af þessum 33 eru 17 dæmi um þjónustur í ritmáli,
10 dæmi eru málshættir um þjónustur og 7 dæmi eru um þjónustur / þjónustustúlkur á
launum – vinnukonur á 20. öld.34
Þjónustur í þegnskyldu
gamla bændasamfélagsins
Þjónustur í málsháttum
20. aldar þjónustustúlkur
Annars lags þjónusta
okk ur, en þær gætu líka hafa „þjáðst
meir a en við getum gert okkur í
hugarlund“.32 Heimildir um hvað
þjón ustunum þótt i sjálfum eru fáar.
Þjónustustörfin hafa sennilega aldrei
verið talin með arðbærum heimilis
störfum, en þrátt fyrir það vörðuðu
þau lífsafkomu og velgengni búsins á
öllum öldum.
Merkileg frásögn er í Prestssögu
Guðm undar góða Arasonar um athæfi
hans gagnvart þjónustu sinni. Athæfi
sem sannarlega lýsir stöðu hlutverks
ins burtséð frá því hver gegndi því. Í
nútímanum þætti það ekki fallegt
háttalag að sparka í fólk sem aðstoðar
mann, en í þá daga, um 1200, var litið
öðruvísi á málin og atburðurinn settur
á skinn og hafður til marks um krafta
verkamátt Guðmundar. Hann sem
sagt sparkaði í þjónustuna sína því
hon um fannst ekki nógu fast klórað,
en þá gerðist kraftaverk. Konan, sem
var með kreppta fingur varð albata og
fingur hennar réttust.33 Ekki kemur
fram neitt um aldur konunnar, en þar
sem Guðmundur var prestur þegar
þetta gerðist má búast við að hún hafi
ekki verið blaut á bak við eyrun þjón
ustan og kunnað sitt fag, og sennilega
kreppt vegna gigtar eða elli. Þrátt
fyrir þetta dæmi má sjá að viðhorf til
þjónustustarfanna og þeirra sem þeim
gegndu markaðist af því hvernig þau
voru unnin.
„Sú besta og beinasta stefna til far
32 Erla Hulda Halldórsdóttir, 1997, bls. 60.
33 Sturlunga I, 1946, bls. 144.
34 http://www.lexis.hi.is/cgibin/ritmal/leitord.cgi?adg=innsl
109