Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 110

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 110
SKAGFIRÐINGABÓK sældar er að kappkosta að ávinna sér gott mannorð“,35 sögðu menn. Þetta viðhorf speglast í gömlum málshátt­ um gagnvart þjónustunum. Dygg og trygglynd þjónusta, sem sinnti verk­ um sínum af alúð og natni, var mikils metin og þakkarverð. „Sú er þjónustan best, sem fram kemur af dygðinni“.36 Sömuleiðis var sagt að „auðmjúk þjón­ usta öðlast góð laun“37 í samræmi við þá skoðun fólks að auðmýkt ætti alltaf að sýna við öll störf. Þó var einnig sagt að „dyggva þjónustu launa fáir sem vert er“,38 og „boðin þjónusta er löng­ um forsmáð“.39 Er það ekki þannig enn? Þessir málshættir og orðtök spegla sama álit á þjónustunni og kem ur fram í húsagatilskipuninni 1746 um gott siðgæði og trúmennsku. Heimilishald á 18. og 19. öld ein­ kennd ist af ströngum kristilegum aga. Allt var í föstum skorðum og fólk hræddist að brjóta vana og reglur. Á öllum tímum, við allar aðstæður hefur mislynt fólk látið miður gott skaplyndi og hroka bitna á þeim sem síst skyldi. Ingunn Jónsdóttir furðaði sig á því sem barn að fjármaðurinn barði þjónustuna sína með forugum sokkunum af því hún var ekki nógu fljót að sinna honum.40 Fjármaðurinn var varla hærra skrifaður sjálfur í mann virðingarstiganum og þó leyfði hann sér þetta, sem sýnir hve rík þessi þegnskylda þjónustanna var og hve sjálfsögð hún þótti. Burtséð frá því að þjónustustörfum átti að sinna af alúð og þau voru jafn mikilvæg og önnur heimilisstörf er ekki hægt að líta fram hjá því að misvægi í mati á störfum karla og kvenna var mikið fyrr á öld­ um og sá veruleiki hefur haft áhrif á við horf gagnvart störfum kvenna og gerir enn. Hvað varð um þjónustuhlutverkið? Þjónustuhlutverkið hvarf hægt og hljótt með breyttum heimilisháttum um og eftir aldamótin 1900, að ég tel, fyrir áhrif frá nýjungum í húshaldi (tækjavæðingu) og bættum híbýlum sem höfðu grundvallaráhrif á líf fólks, en einnig vegna áhrifa af nýrri sýn á réttindi og stöðu kvenna og breytinga á högum fólks í nýjum hugmynda­ heimi. Vinnukona var viðurkennt starfs­ heiti, en þjónusta var ekki starfsheiti þótt allir vissu hvað í því fælist og húshaldið væri háð því að þeim hlut­ verkum væri sinnt. Þjónustuhlutverk­ ið var ótengt fátækt eða ríkidæmi. Það tengdist hugmyndum um heimilis­ hald, húsaga, sjálfsþurft og sjálfbærni og allar konur gengu í það: húsmæður, heimasætur, vinnukonur og lausa­ konur, sem tilheyrðu fjölskyldunni, heim ilishaldinu. Mikilvægi þjónustu­ hlutverksins er augljóst þegar hlut­ verka skipan heimilanna er skoðuð, og það var því erfiðara sem búin voru 35 Ársritið Húnvetningur, 1857, bls. 50. 36 Guðmundur Jónsson, 1830, bls. 326. 37 Guðmundur Jónsson, 1830, bls. 39. Guðmundur Ólafsson, 1930, bls. 231. 38 Hallgrímur Scheving, 1843–7, bls. 10. 39 Guðmundur Jónsson, 1830, bls. 56. 40 Ingunn Jónsdóttir, 1946, bls. 57. 110
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.