Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 120
SKAGFIRÐINGABÓK
tvær bifreiðar, og hjá Árna lærði hann
að aka bíl. Fyrsta starf pabba við bif
reiða akstur var að hann keyrði 14
manna fólksflutningabíl fyrir Harald
Júlíusson kaupmann á Sauðárkróki en
það var ekki fastlaunað starf og þurfti
hann því að sinna annarri vinnu sem
var stopul í þá daga. Árið 1940 réðst
hann til B.S.A. á Akureyri, til Krist
jáns „bílakóngs” sem rak stöðina. Var
hann í áætlunarferðum milli Akur
eyrar og Reykjavíkur og fékk hann þar
með fasta vinnu sem var vel launuð.
Hann var í þessari vinnu til ársins
1947, fyrst hjá B.S.A. og síðan tók
póstþjónustan við þessum ferðum.
Síðustu árin sem atvinnubílstjóri var
hann hjá Olíuverslun Íslands, eða í 18
ár. Upp úr miðjum aldri fór hann að
finna til hjartabilunar og hætt i þá
akstr i árið 1964. Eftir það vann hann
um skamman tíma á skrifstofu bíla
verkstæðis Kaupfélags Skagfirðinga.
Pabbi var vel greindur eins og fyrr
sagði og hafði frásagnarhæfi leika
mikl u meiri en í meðallagi. Hafði
hann margt að segja og kryddaði það
gjarnan á sinn hátt. Þau mamm a og
pabbi slitu samvistum upp úr 1950
og bjó hann síðustu ár ævinnar með
Auðbjörgu Gunnlaugsdóttur ættaðri
frá Hvammstanga. Pabbi var vel
meðal maður á hæð, þrek inn og bar sig
vel. Hann var fríður og sviphreinn,
dökkhærður og grá eyg u r.
Móðir mín
Móðir mín Sigrún Fannland var fædd
29. maí 1908 á Ingveldarstöðum á
Reykjaströnd, dáin 14. mars 2000.
Móðir hennar var Anna Guðrún
Sveins dóttir, fædd 16. júní 1865, dáin
15. júní 1944. Anna feðraði ekki Sig
rún u en allir sem til þekktu töldu full
víst að hún væri dóttir Hálfdanar
Kristjánssonar formanns á Sauðár
krók i, en hann var kunnur hagyrðing
ur á sinni tíð. Mamma var alin upp hjá
vandalausum, var fóstruð af Guð
mund i Sigurðssyni og Ingibjörgu
Björns dóttur á Innstalandi á Reykja
strönd. Mamma bar alla tíð mikla
hlýju til Guðmundar fóstra síns eins
Aðalgata um
1940. Mannfjöldi
saman kominn við
hús Þor valdar
Guðm undssonar.
Nafir í baksýn,
ógrónar með öllu;
Kirkjustígur liggur
þar upp.
120