Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 134

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 134
SKAGFIRÐINGABÓK stæðast um hana er að hún kenndi mér að dansa á eldhúsgólfinu heima. Hún giftist Tómasi Hallgrímssyni sem var verslunarstjóri í vefnaðarvöruverslun K.S. Þau áttu alltaf heima á Sauðár­ króki. Þau urðu fyrir þeirri miklu raun að missa son sinn, en hann varð fyrir bíl 1956 að mig minnir. Rósa varð blind seinustu árin sem hún lifði en hún er látin fyrir nokkrum árum (2001). Næstur í aldursröð barna Þorsteins og Ingibjargar er Sigurður. Hann var ætíð kallaður Siggi háseti. Hann var mikið fyrir sjóinn. Siggi var mesti myndarstrákur, vel í meðallagi stór, herðabreiður og vel sterkur. Hann gekk oftast með derhúfu. Hann drukkn aði 16 ára. Hann var á Mb. Glað með öðrum manni, Halldóri Sig­ urðssyni, að sækja rekavið út á Skaga. Það þótti mikið þrekvirki að Halldór skyldi ná honum um borð því að það var fremur illt í sjóinn. En þegar hann náði honum var hann örendur. Þetta var hörmulegt slys og gleymist seint þegar báturinn kom að landi með flaggið í hálfa stöng. Næstur honum var Haukur. Hann var myndarlegur strákur og voru allar stelpur skotnar í honum. Hann var bráðmúsíkalskur og spilaði í hljóm­ sveit um áraraðir. Þá hafði hann mjög góða söngrödd. Hann var lærður vél­ stjóri og vélvirki og vann við bíla­ viðgerðir í nokkur ár en var við sjó­ mennsku öðru hverju. Seinustu árin var hann kennari við fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Hann lést í bílslysi við Akranesvegamót fyrir nokkrum árum (1993). Kona hans var Helga Hannes­ dóttir. Fjórða í röðinni var Erla. Hún var jafnaldra mín, afar lagleg stúlka. Strax í barnaskóla söng hún milliraddir í flestum lögum. Hún varð landskunn söngkona og komu út með henni marg ar hljómplötur sem mikið voru spilaðar í óskalagaþáttum útvarpsins. Hún giftist kornung til Danmerkur og hefur átt þar heima síðan. Næst í röðinni er Gréta. Hún hafði einnig góða söngrödd. Hún var afar lífleg stelpa. Hún fór ung til Vest­ mannaeyja og giftist þar manni sem er úrsmiður. Hann heitir Gísli Bryn­ geirsson. Hann var lamaður upp að mitti en fór allra sinna ferða á hækjum. Hann er bróðir Torfa Bryngeirssonar stangarstökkvara. Hann var liðtækur hljóðfæraleikari. Þau fluttust í Borgar­ nes eftir Vestmannaeyjagosið og áttu þar heima í nokkur ár en fluttust síðan aftur til Vestmannaeyja og hafa átt þar heima síðan. Yngstur er Rögnvaldur eða Valdi Steina. Hann var talsvert baldinn ung­ lingur og fór mikið fyrir honum. Hann hafði gaman af að gera at sem kallað var. Þeir voru mikið saman Kolli bróðir og hann. Hann fór ungur að stunda sjóinn, reri á trillu ferm­ ingar árið sitt. Síðar fór hann á mótor­ bát frá Seyðisfirði, Ásþór. Með honum á Ásþóri voru þeir Haukur bróðir hans og Óskar bróðir minn. Er frá því að segja að þeir lentu í sjávarháska suðaustur af landinu og var á tímabili óttast mjög um þá. Síðan lá leið Valda suður á Keflavíkurflugvöll að vinna þar og var, að mér skilst, ansi sukksamt þar stundum. Síðar flyst hann til Akraness þar sem hann hittir konu sína, Dóru Engilbertsdóttur, og hafa þau átt þar heima alla tíð og búnast mjög vel. 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.