Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 145

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 145
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI ekki fært þangað á bíl nema yfir há­ sumarið. Var því keyrt að Vatnsleysu og gengið þaðan yfir Hrís háls. Þetta hafa sjálfsagt verið einir tólf til fimm­ tán kílómetrar. Sveinn Dýllu sagði mér þá sögu, að eitt sinn er þeir voru að ganga þessa leið hafi þeir verið orðnir mjög þyrstir. Hafi þeir farið heim að einum bænum og beðið um að fá eitthvað að drekka. Bóndinn tók fremur dræmt í þessa bón þeirra. Þó fór hann inn, en kom til baka með fulla vatnsfötu og eitt drykkjar mál. Þótti þeim þetta ekki sýna mikla gestrisni. Þá var farið flest árin til Blönduóss að keppa við Hún­ vetninga og ein keppnisferð var farin til Hvammstanga. Það var mikið líf í knattspyrnunni á Króknum á þessum árum. Árið 1943 flutti herdeildin á Sauð­ árkróki sig norður í Eyjafjörð, nán ar tiltekið að Moldhaugahálsi í Hörgár­ dal. Gengu hermennirnir fylkt u liði frá Sauðárkróki og voru all ir búnir full um herklæðum. Gengu þeir alla leiðina að Silfrastöðum, en það mun vera um 50 kílómetra leið. Þeir slógu upp tjöldum á eyrinni fyrir neðan bæinn. Daginn eftir héldu þeir áfram för yfir Öxnadalsheiði og niður að Mold haugahálsi þar sem þeir komu sér fyrir til langdvalar. Á Sauðárkróki urðu eftir nokkrir menn til að gæta eigna hersins. Það var álit yfirmanna setuliðsins að það væri meiri hætta á átökum í Eyjafirði heldur en á Sauðár­ króki. Á þessum árum höfðu hermenn­ irnir á Sauðárkróki eignast margar vinkonur. En nú voru þeir farnir norð­ ur í Eyjafjörð. Nokkrar þeirra ákveða að heimsækja þá þangað einn góð­ viðrisdaginn og taka á leigu fólksflutn­ ingabifreið til fararinnar til endur­ funda við vini sína. Þetta framtak þeirra, að ráðast í þessa ferð, vakti mikla athygli og hneykslan ýmissa á Króknum, en þær létu sig það engu skipta og fóru sínu fram. Ástin réð hér för. Denni Boy Á stríðsárunum þegar Bretarnir komu á Krókinn, byggðu þeir bragga úti á Eyri. Á Króknum var þá einhleypur maður sem kom oft heim. Hann hét Hafsteinn Sigurðsson. Hann hafði fall ega söngrödd og kenndi mér írska lagið Danny Boy með íslenskum text a. Ég hafði háa og skæra barnsrödd og var sæmilega lagviss. Fór ég að syngja þetta lag og heyrðu Bretarnir til mín. Þeir komu nokkrum sinnum heim, náðu í mig, fóru með mig út í bragg­ ana og létu mig syngja. Ýmsir brodd­ borgarar og frúr fengu mig einnig til að syngja. Þetta varð til þess að nafn lagsins festist við mig og var ég ætíð kallaður Denni Boy. Sjálfsagt hefur þetta ekki verið merkilegur söngur en kannski snert einhvern streng í fásinn­ inu. Man ég eftir því að einn Bretinn gaf mér forláta munnhörpu en hún var höfð af mér fyrir lítið. Eitt atvik í sam­ bandi við þetta lag kom mér skemmti­ lega á óvart. Ég var þá löngu fluttur að norðan og suður á Akranes. Góð vinkona okkar Ingu var að flytja frá Akranesi til Hafnarfjarðar og bað mig að koma með sér suður og skoða íbúð sem hún ætlaði að kaupa. Þegar við komum að húsinu hringjum við dyrabjöllunni og til dyra kemur maður. Þegar hann sér mig segir hann: „Er þetta ekki Denni boy?“ Ég játa því 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.