Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 151

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 151
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI kynnst vel skólastjóra grunnskólans, Birni Daníelssyni, sem hvetur hann eindregið að koma að skólanum og kenna þar. Björn verður við þessum tilmælum og hefur kennslu við skól­ ann. Síðar fer hann í Kennaraskólann og útskrifast þaðan og var þá fast­ ráðinn. Síðar er hann ráðinn skólastjóri Barnaskólans. Þegar grunn skólarnir á Sauðárkróki eru sam einaðir er hann ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Hofsósi. Björn er vel gefinn maður og hrókur alls fagnaðar. Hefur hann ávallt gamansögur á takteinum. Birna og Björn eiga heima á Sauðárkróki, mikið sómafólk. Yngstur er Gunnar Þórir. Það er prýðispiltur. Hann var oft að sniglast í kringum mig niðri í bakaríi. Síðar lærði hann að baka hjá pabba sínum, en einhvern veginn áttu þeir ekki skap saman og þegar Guðjón seldi bakaríið gafst Gunnari ekki kostur á að kaupa það. Þetta var mikið leiðindamál. Hann kvæntist stúlku sem ættuð var af Seltjarnarnesinu og heitir Sólrún Steindórsdóttir. Faðir hennar var verk­ stjóri í frystihúsinu á Sauðárkróki. Þau eiga fjögur börn og eiga nú heima í Reykjavík. Hún er læknaritari en hann er húsvörður í ráðhúsi Reykja­ víkur. Í Erlendarhúsi Í Erlendarhúsi, sem er rétt ofan við Villa Nova, áttu Egill Jónsson vega­ vinnuverkstjóri og kona hans Þórdís Gunnarsdóttir heima. Einnig var þar til húsa Björn Skúlason veghefilsstjóri. Egill og Dísa áttu fimm börn. Hulda var þeirra elst. Hún var talsvert eldri en við svo að við kynntumst henni ekki. Hún fór snemma suður og giftist þar. Næstur var Gunnar. Hann var fremur lágur vexti, rauðbirkinn og rauðhærður. Hann var afbragðsdreng­ ur. Hann fór snemma að reykja og drekka og var á tímabili í vandræðum með drykkjuna. Næstur honum kom svo Jón, síðar vegaverkstjóri. Hann var skemmtilegur strákur og gekk í augun á kvenfólkinu. Við vorum jafn­ gamlir og því skólabræður. Næstur var Björn eða Gói eins og hann var kallaður. Yngstur var Elli (Erlendur). Hann var þrem eða fjórum árum yngri en við. Það gerðist einu sinni á íþrótta­ æfingu úti á Eyri, er Óskar bróðir var að æfa spjótkast, að Elli lá uppi í brekk unni. Vill ekki betur til en svo að spjótið geigaði og lenti í handarkrik­ anum á Ella. Það kom talsvert sár og var farið með hann á spítala. Þarna mátti ekki miklu muna að verr færi. Egill, Dísa og fjölskylda fluttust aust­ u r á Reyðarfjörð þar sem Egill var sett ur yfir alla vegagerð á Aust­ fjörðum. Í Nikódemusarhúsi Í Nikódemusarhúsi áttu Jón Nikó­ demus son og kona hans Anna Friðriks­ dóttir heima. Jón Nikódemusson, vélvirkja meistar i og hitaveitustjóri, stund aði nám í vélsmíði bæði á Siglu­ firði og Akureyri. Hann fékk sveins­ bréf í vélvirkjun 1937 en ekki meist­ ara réttindi í þeirri grein fyrr en ári síðar. Þá hlaut hann og meistara­ réttindi í pípulögnum. Hann flutti aftur heim til Sauðárkróks með konu sína Önnu Friðriksdóttur, en hún var ættuð úr Eyjafirði. Fyrst í stað vann hann við bílaviðgerðir og bátavéla­. Þá 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.