Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 155

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 155
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI íþróttir. Við áttum allir heima í Ytri­ Króknum. Við settumst upp í brekk­ una upp af íþróttavellinum úti á Eyri þreyttir og sveittir eftir æfinguna. Þarna ákváðum við að stofna íþrótta­ félag og skírðum það Íþróttafélagið Drangey, ÍD. Drangey blasti við okk­ ur þar sem við sátum. Drengirnir sem stofnuðu félagið voru á aldrinum 10– 14 ára. Þeir voru auk mín bræður mínir Haukur, Óskar og Kolbeinn, Kári Jónsson, Gísli Blöndal, Runólfur Lárusson, Guðlaugur Lárusson, Ás­ grímur Helgason, Eiður Sigtryggsson, Gunnar Egilsson, Jón Egilsson og Lúðvíg Halldórsson. Nokkrir fleiri gengu svo til liðs við félagið síðar. Kosi n var stjórn og var ég kosinn for­ maður, ritari var kosinn Kári Jónsson og gjaldkeri Gísli Blöndal. Ákveðið var að halda íþróttamót strax daginn eftir og skrá nákvæmlega árangur í hverri grein. Mikið kapp var í okkur að ná sem bestum árangri og setja ÍD­ met sem skráð var í sérstaka metabók en því miður er þessi bók nú glötuð. Á næsta fundi voru félaginu sett lög. Ákveðið var að fara í fjáröflun til að geta keypt ýmis áhöld sem þurfti að nota bæði við æfingar og keppni, svo sem skeiðklukku, málband, kúlu, kringlu og spjót. Við leigðum félagsheimilið Bifröst til að halda þar dansleik. Við fengum Bjössa harmonikkuspilara til að spila (Björn Gíslason), og fórum í öll hús á Króknum til að auglýsa ballið. Tals­ vert kom af fólki á dansleikinn. Við sáum sjálfir um dyravörslu og þess háttar og þrifum svo húsið á eftir. Ýmsir samkomugestir höfðu orð á því að við sem stæðum fyrir þessari sam­ komu værum ansi ungir. Við höfðum talsverðan ágóða af ballinu og nægði langleiðina til að kaupa nauðsynleg­ ustu áhöldin. Fengum við Vagn Kristjánsson, sem ók flutningabíl milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, til að kaupa þessi áhöld fyrir okkur en þau voru keypt í sportvöruversluninni Hellas. Ég man vel þegar hann kom með þetta til okkar og við fengum þessar gersemar í hendur. Áhöldin voru geymd heima hjá Gísla Blöndal. Mikið var kúlunni kastað á lóðinni fyrir framan húsið hjá honum. Lárus Blöndal faðir Gísla stóð oft á tröpp­ unum og fylgdist spenntur með. Man ég að það var komin talsverð laut í lóðina þar sem kúlan lenti oftast. Við vorum með ákveðinn tíma á vell inum til æfinga og keppni. Mikið fór okkur fram enda drengir að vaxa. Fundir voru haldnir reglulega og voru föst fundarsköp og allt mjög formlegt hjá okkur. Björn Gíslason með nikkuna og sígarettu í munnviki. 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.