Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 161
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI
Rauði fiskurinn
Á neðri hæðinni leigðu þau Guðmund
ur Björnsson húsasmíðameistari og
kona hans Viktoría Kristjánsdóttir.
Þeir Helgi og Siggi báru mikla virð
ing u fyrir þessum hjónum. Þau komu
úr Reykjavík og tók Guðmundur að
sér ýmsar byggingar fyrir Sauðkrækl
inga. Eitt sinn fékk Viktoría lánaðan
pott hjá Stefaníu Guðmundsdóttur og
ætlaði að nota hann til að lita kjól,
sem hún átti, rauðan. Stebba lánaði
henni pott sem hún notaði daglega til
að sjóða fisk í. Viktoría litaði kjólinn í
pottinum og skilaði honum að því
loknu. Daginn eftir í hádeginu upp
hefjast mikil læti og rifrildi. Hafði
Stebba soðið fiskinn í pottinum en
potturinn ekki þrifinn betur en svo að
fiskurinn varð fagurrauður. Helgi ger
sam lega trylltist og stóð þessi rimma
lengi og endaði með því að Viktoría
fór upp á loft og tók á sig alla sökina.
Heimsberg sagði mér þessa sögu af
rauða fiskinum og hafði gaman af.
Bjargið húfunni
Eitt sinn er þeir bræður komu úr róðri
lögðu þeir aflann inn í frystihúsið eins
og vanalega. Siggi tekur við inn
leggsnótunni og lætur hana í húfuna
sína eins og hann gerði ávallt. Þegar
þeir voru búnir að leggja inn fiskinn
fara þeir niður á bryggju til að lagfæra
bátinn. Vill ekki betur til en svo að
Siggi dettur í sjóinn, missir af sér húf
una og hún flýtur á sjónum. Það
verður náttúrlega uppi fótur og fit að
bjarga Sigga en þá hrópar Helgi:
„Bjargið húfunni, bjargið húfunni.“
Sigga var síðan bjargað upp á bryggj
una en hvað um húfuna varð veit ég
ekki. Króksarar höfðu gaman af að
smjatta á þessu.
Skorið á harmonikkubelginn
Eins og kom fram hér að framan bjó
Stefanía með þeim bræðrum sínum,
Sigga og Helga, ásamt syni sínum
Á BSA f.v. Garðar Svan
laugsson, Ólafur Gíslason,
Páll Sveinbjörnsson.Einn af lífskúnstnerum æskuáranna,
Ingólfur Andrésson, hann Ingólfur bíla, við glæsivagn.
161