Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 163

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 163
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI í flugvélinni var frú Guðrún Brun­ borg, sem ég kann aðist vel við en hún gisti oft í bak aríinu hjá Ólínu konu Guð jóns þegar hún var að ferðast um land ið og sýna kvikmyndir, meðal ann ars frá styrj aldarárunum seinni. Ágóði af þessum sýningum fór til að styrkja íslenska námsmenn í háskólum í Nor egi. Þegar flugvélin lenti í Staf­ angri tók Guðrún innilega í höndina á mér og bauð mig velkominn á norska grun d. Flugvélin stansaði þar einn til tvo tíma en flaug síðan til Oslóar. Fór ég á járnbrautarstöðina og tók mér far með lest til Þrándheims. Það er mjög falleg leið um all an Guðbrandsdalinn. Mig minnir að það hafi tekið lestina eina sjö til átta tíma frá Osló til Þrándheims. Þar tók á móti mér Hauk ur bróðir minn, voru það að sjálfsögðu fagnaðarfundir. Ég byrjaði fljótlega að vinna í bak­ arí inu eftir að ég kom til Þrándheims. Þetta var stórt bakarí sem hét Rosin­ borgdampbakari og þar var bakað á þremur hæðum. Á efstu hæðinni var kondittori, á miðhæðinni var bakað vínarbrauð og þessháttar en á neðstu hæðinni var brauðframleiðsl a. Vinnan hófst kl. 6 að morgni og var unnið til kl. 2 eftir hádegi. Á efstu hæðinni var aðstaða til að skipta um föt og hafði hver sinn fataskáp; járn stigi lá þangað upp. Norðmenn tyggja mikið tóbak og var hrákadallur á hverri hæð og emilerað skilti á vegg þar fyrir ofan sem á stóð: Spitt ikke i trappen, spitt i spittebakken. Þegar menn voru búnir að skipta um föt var þess beðið að kl. yrði 6, þá hringdi bjalla og allir þustu niður stigann, stimpl uðu sig inn og hver fór á sinn stað til starfa. Kaupið sem ég hafði var 163 kr. norskar á viku en það voru byrj unar laun bakara­ sveina. Fyrstu vikurn ar gekk mér illa að ná endum saman, þetta voru jú lítil laun. Það lærðist þó fljótt að spara þann ig að endar náðu vel saman þegar á leið. Ég samdi um að ég fengi að vinna tímabundið á öll um hæðunum þannig ég lærði sem mest á veru minn i þarna. Sumarið 1953 var með eindæmum gott og sögðu Norðmenn það besta sem komið hefði á öldinni. Við bræð­ urnir vorum mikið saman. Ég var bú­ inn að vinna kl. 2 á daginn og fórum við þá oft á baðströnd sem var þarna í grenndinni. Þá fórum við oft á bát út í Munkholmen, en það er eyja rétt við Þrándheim. Þar var mikið fjör. Einnig var þar góð baðströnd. Einnig fórum við mikið að skemmta okkur um helg­ ar, bæði úti í sveit, svo og í sjálfum bænum. Þetta var mjög skemmtilegur tími, enda menn á besta aldri. Í október/nóvember kom svo vet ur­ inn en þá fór að snjóa. Maður varð lítið var við að það snjóaði, þetta voru logndrífur og komu mest á nóttinni. En snjóinn tók ekkert upp því þar voru miklar stillur og frost alla daga og allt af bættist við snjóinn. Þrándheimur er mikill íþróttabær og hann bókstaflega tæmdist um helg ar en þá fóru bæjarbúar upp í fjöll in á skíði. Flestir áttu smáhýsi eða hyttur sem kallað var, og dvöldu þeir þar um helgar með fjölskyldum sín­ um. Við Haukur fórum nokkrum sinn um á skíði sem við fengum leigð, var það mjög skemmtilegt þótt við værum nú engir snillingar á skíðum. Norðmenn eru mikil jólabörn og byrja þeir að skreyta híbýli sín í byrj­ un desember. Mjög glæsilegar skreyt­ 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.