Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 165
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI
Á Hellissandi
Húsakynnin í Hallsbæ voru afar lítil,
eitt svefnherbergi, stofa og eldhús, en
ekkert salerni var í húsinu. Þótt húsa
kynnin væru lítil var þar mikið og
gott hjartarúm. Var tekið á móti mér
með mikilli hlýju og veitt af rausn.
Við Inga vorum látin sofa í stofunni
og man ég að ég var hvíldinni feginn.
Tengdafaðir minn hét Sigurður
Magnússon, en var ávallt nefndur Sig
urður Sandhólm. Fósturfaðir hans,
Jóhannes, tók sér þetta nafn, Sand
hólm. Sigurður var meðalmaður á
hæð, fremur grannur, dökkjarphærður
og skarpleitur. Hann hafði falleg dökk
augu. Á yngri árum stundaði hann
sjómennsku og múrverk, þótti vík
ingur til allrar vinnu. Hann var afar
notalegur maður og mikill höfðingi
heim að sækja. Hann var búinn að
vera verkstjóri við Hraðfrystihús
Hellis sands frá 1952 og var hann jafn
an vakinn og sofinn yfir velferð
fyrirtækisins.
Guðrún Jónasdóttir, kona hans, var
afar hlý og góð kona og mikil rausn
yfir heimili hennar. Hún var bráð
lagleg kona, lítil en hnellin. Hún var
mikil móðir og barngóð, hændust að
henni öll börn og alltaf átti hún eitt
hvað að stinga upp í þau. Hún var afar
dugleg og ef hún þurfti að skreppa
eitt hvað hljóp hún ætíð við fót.
Daginn eftir að ég kom á Hellissand
fór Sigurður með mig um þorpið og
nágrenni til að sýna mér staðinn. Á
Hellissandi snerist allt um fisk og
afla brögð og allir höfðu nóg að starfa.
Talsvert var um að íbúarnir væru með
kýr og kindur og voru þá með smá
túnbletti til að heyja. Þau Sigurður og
Guðrún voru með túnblett uppi í
hrauninu og eina kú; mjólkin úr henni
dugði vel fyrir heimilið. Þá hafði
Magnús, sonur þeirra, nokkrar kindur
sem hann sá alveg um sjálfur. Hann
hafði mikið yndi af kindunum sínum,
gat hann kallað á þær úr haganum og
komu þær þá hlaupandi til hans.
Við vorum boðin í heimsóknir víða
því allir vildu sjá mannsefnið hennar
Ingu í Hallsbæ. Það var alls staðar
tekið á móti okkur með stórveislum.
Ég minnist þess sérstaklega þegar við
vorum boðin í Sjólyst til Sigríðar
Boga dóttur. Hún hafði verið gift
Guðmundi Þorvarðarsyni sem var
föðurbróðir Guðrúnar, móður Ingu,
en hann var látinn þegar ég kom á
Sand. Sigríður var eiginlega læknir
þarna á staðnum. Hún tók á móti öll
um börnum sem fæddust á Hellissand i
Hörður og Inga 1957.
Ljósm.: Stefán Pedersen.
165