Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 167
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI
um við að gifta okkur og að sú athöfn
færi fram í Sauðárkrókskirkju 17. nóv
ember 1956. Tengdaforeldrar mínir
komu til að vera við athöfnina og
einn ig kom bróðir Ingu, Arnar, og
kona hans Helena Guðmundsdóttir
(Baddý). Ég fór til Ásgríms Sveins
sonar klæðskera til þess að láta hann
sauma á mig svört föt en Inga fékk
lánaðan kjól hjá Ástu systur minni.
Við buðum talsvert mörgum í brúð
kaupsveisluna. Jón Þ. Björnsson fyrr
verandi skólastjóri, meðhjálpari í
kirkjunni, kom fyrir fána góðtemplara
stúkunnar I.O.G.T. inni í kórnum og
Eyþór Stefánsson tónskáld spilaði á
orgelið. Sr. Helgi Konráðsson gaf
okk ur saman. Þetta var hátíðleg stund.
Á eftir var haldin vegleg veisla heima
hjá okkur og komu í veisluna 35 til 40
manns. Mjög var glatt í veislunni og
talsvert sungið þó ekki væri haft vín
um hönd. Þó man ég að Haukur bróð
ir, Hannes Pétursson skáld og Kári
Jónsson voru eitthvað að pukra með
vín utandyra. Þarna voru í veisl unni
Eyþór Stefánsson og nokkrir fé lagar úr
kirkjukórnum sem ég starfaði í. Stóð
þessi gleðskapur fram yfir miðnætti.
Ekið á okkur
Eftir að gestirnir voru farnir gengum
við út að viðra okkur, ég og tengda
faðir minn. Það var dansleikur í Bif
röst, talsvert af fólki þar og mikil ölv
un í bænum. Við litum aðeins inn í
Bifröst en stönsuðum þar stutt. En
Arnar og Helena urðu eftir á ballinu.
Frá samkomuhúsinu göngum við út
Aðalgötuna og þegar við erum komnir
út að Gránu, verslunarhúsi K.S., kem
ur jeppabifreið á mikilli ferð sunnan
götuna. Talsverð hálka var á veginum
og skiptir það engum togum að bíll
inn ekur upp á gangstéttina og á okk
ur. Það vildi okkur til lífs að þar sem
b íllinn lenti á okkur var hurð til að
láta inn vörur. Hurðin var úr timbri
og gaf eftir. Óli Bang lyfsali var úti og
kom hlaupandi að, snaraðist inn í bíl
inn og tók lyklana úr honum. Bíl
stjórinn, maður utan af Reykjaströnd,
var ölvaður og með tvær stelpur í bíln
um. Við slös uðumst talsvert og lá
tengda faðir minn rúmfastur fram yfir
áramót. Ég var frá vinnu í viku.
Farið var með okkur báða suður á
spítala og vorum við þar í einn og
hálf a n tíma. Fólkinu brá náttúrlega
mjög illa þegar við komum heim
Jóhanna Jónsdóttir, Jón Þ. Björnsson
skólastjóri og Þorbjörg Jónsdóttir.
167