Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 174

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK Það er stálkassi, þrjátíu tonna, allur tvöfaldur og á hjólum og rennur hann áfram á böndum, sem eru utan um hjólin og er knúinn áfram af aflvél. Þessi stálkassi getur farið yfir svo að segja hvað sem fyrir verður, skot­ grafir, skurði, gaddavírsflækjur, jafn­ vel í gegnum steinveggi. Þeir fara um 6 mílur enskar á klukkustund. Innan í þeim eru, auk vélarinnar, er knýr þá, 5–6 vélbyssur og 2 litlar fallbyssur 6 punda eða 3 þumlunga. [12] Á stríðsárunum 1939–1945, kynntust Íslendingar ýmsum vélum og verk­ færum, sem herinn kom með. Hér má nefna herbílana, jeppana og sex og tíu hjóla dráttar­ og vörubíla. Einnig kom herinn með jarðýtur og gröfur til að nota við gerð vega og flugvalla. Þessi tæki, sem mörg hver voru á beltum, voru ekki öll flutt úr landi eftir notk­ un heldur seld hér. Þau viðskipti ann­ aðist Sölunefnd varnarliðseigna. Með tækjum þessum breiddist út þekking á notagildi þeirra og menn lærðu að vinna með þeim og sáu að um algjöra byltingu yrði að ræða við jarðrækt og vegagerð yrðu þau tekin í notkun. Hólaýtan kemur til landsins Sumarið 1943 stóð Verkfæranefnd ríkisins að kaupum á fyrstu þremur beltadráttarvélunum, sem fluttar voru til landsins til notkunar við jarðvinnsl u og vegagerð. Vélar þessar voru af gerðinni International TD 9. Eina þeirr a fékk Sigfús Öfjörð í Norður koti í Flóa, sem mun hafa verið hvatamaður að þessum kaupum. [3] Hann keypti vélina m.a. til að hefla þúfur af áveitu­ engjum í Flóanum, sem reyndist vel framkvæmanlegt, en mest var hún not uð við ræktun og vegagerð. Önnur fór til Loftsstaðabræðra, þeirra Jóns og Gísla Jónssona á Vestri­Loftsstöðum í Flóa. Vél Sigfúsar fylgdi plógur, 24 tommu einskeri, sem vó 703 kg. [22] Báðum þess um vélum fylgdi 20 diska herfi, 713 kg að þyngd. Jarðýtur þess­ ar kostuðu 28.900 kr., plógurinn 2.360 kr. og hvort herfi 3.572 kr. [9a] Vélarnar voru með 46 hestafla dísilvél, heildar þyngd tæp sjö tonn en tönnin var 2.100 kg. [2] Saga Loftsstaðavélarinnar er lítt kunn en vitað er um fyrstu þrjú árin. Kristján Jónsson fyrrverandi bílstjóri og bankamaður á Selfossi, vann með vélinni og ræddi Ólafur Íshólm Jóns­ son við hann í byrjun febrúar árið 2010. Hann segir svo frá því samtali: Ýtan kom til landsins ásamt tveimur öðrum og var hún önnur þeirra véla af þessari gerð sem kom í Árnessýslu. Kaupendur voru Loftsstaðabræður, þeir Jón og Gísli Jónssynir á Vestri­ Loftsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi. Strax fyrsta sumarið, 1943, var fengin tönn á vélina og unnið með henni í Krýsuvíkurveginum og var hús kom­ ið á hana sumarið 1944. Vél þessi var not uð mikið við að ýta upp vegum og í jarðvinnslu. Diska­ og fjaðraherfi voru notuð við jarðvinnsluna. Krist­ ján byrjaði 15 ára á þessari vél og vann með henni um tveggja ára skeið uns hún var seld sumarið 1945. Var vinnu svæðið aðallega í neðanverðum Flóa milli Ölfusár og Þjórsár. Þegar vélin var seld, kom maður frá kaup­ andanum (Kristján treysti sér ekki til að segja hver var kaupandi, Reykja­ víkurbær eða einstaklingur) til að fara með ýtun a frá Loftsstöðum upp að Selfossi. Kristján fór með og keyrðu 174
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.