Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 8
SKAGFIRÐINGABÓK
8
Þorvaldsdóttur ríka á Dalabæ. Auk ríki-
dæmis fóru miklar sögur af þeirri ætt
fyrir hreysti og sjómennsku. Árni og
Valgerður bjuggu miklu búi á Ysta-Mói
og voru talin stórrík. Meðal barna þeirra
má nefna Pál bónda og hreppstjóra, sem
tók við föðurleifð sinni, og Steinunni,
sem giftist Jóni Jónssyni hreppstjóra á
Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Þeirra
sonur var Árni bóndi í Vík, sem tók upp
ættarnafnið Hafstað.
Foreldrar móður minnar voru Sæ-
mundur Jónsson bóndi í Haganesi, og
kona hans, Björg Jónsdóttir, Eiríkssonar
prests á Undirfelli í Húnavatnssýslu.
Systur hennar voru Katrín, sem gift
var séra Jóni Norðmann á Barði í Fljót-
um, Guðrún móðir Bjargar Jósefínu
Sigurðardóttur, móður Sigurðar Nordals,
og Margrét móðir Jóns Þorlákssonar,
Magnúsar á Blikastöðum og þeirra
systkina. Þær voru komnar í beinan
kvenlegg af Finni biskupi Jónssyni í
Skálholti.
Sæmundur og Björg bjuggu góðu
búi í Haganesi, og var heimilið annálað
fyrir rausn og myndarskap. Björg var
mikil búkona og hannyrðakona. Hún
var hagsýn og vann mikið, var t.d. sjálf
við öll búverk og gekk út milli mála eins
og aðrar bændakonur á þeim tíma, en
við slíku var ekki búist af prestsdætrum.
Ekki var auðgert að ná vinfengi hennar,
en sagt var að hún brygði ekki vináttu
við neinn. Hún þótti ekki útausandi, en
jafnan var gert það sem hún gerði, og hún
var fátækum góð.
Í endurminningabók Hólmfríðar
Hjaltason, Tvennir tímar (1949), er saga
um þessa ömmu mína, sem lýsir henni
vel. Hólmfríður var alin upp á hrakningi
og í sárustu fátækt. Um fermingaraldur
tók faðir hennar hana til sín, en hann
var þurrabúðarmaður og bjó í litlum bæ
Sveinn Árnason og Jórunn Sæmundsdóttir í Felli, foreldrar Valgerðar. Einkaeign.