Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 95

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Blaðsíða 95
YFIR ATLANTSHAFIÐ Í SKIPALEST 95 sjóinn og einn sagði að hann væri kaldur núna og annar bætti um betur og sagði að hann væri bæði kaldur og blautur. Brátt var orðið albjart og sólin kom upp yfir hafflötinn. Skipalestin var mjög uppleyst og herskipin voru enn á fullri ferð. Loks kom svo tilkynning frá yfirstjórninni um að hættan væri liðin hjá og var þá tekið til við að ná flotanum saman. Það tók talsverðan tíma, en upp úr hádegi höfðu öll skipin fundið sína röð og sinn stað í lestinni og eðlileg sigling hófst á ný. Úr tilvistarkreppu í nám VIÐ FÓRUM að vanda til Halifax, lestuðum skipið og héldum austur yfir hafið í skipa- lest og síðan í fárra skipa flota frá Skotlandi til Íslands. Þegar hér var komið fannst mér ég vera orðinn sterkefnaður og afréð því að hætta sjómennsku, að minnsta kosti í bili. Ég frétti líka að miklar breytingar hefðu orðið hjá mínu fólki. Mamma [Oddný Sigurðardóttir] og Stefán Jóhannesson stjúpfaðir minn, höfðu endanlega hætt búskap í Bakkakoti og flust ásamt móður Stefáns og yngri systkinum mínum í lítið timburhús sem í þá daga stóð í grænu túni fyrir sunnan og neðan Varmahlíð og nefndist Hof. Það hafði upphaflega verið byggt sem sumarbústaður, en var allgott sem heilsárshús. Ég settist að hjá þeim um sinn í þessum nýju heimkynnum. Og þó ég hefði nóg fyrir mig að leggja, vildi ég ekki vera iðjulaus og fór í byggingarvinnu sem entist fram á vetur. En ég var á þessum tíma einhvern veginn milli vita og vissi ekki hvert ég skyldi stefna. Fyrri búskapar- draumar höfðu að mestu gufað upp, en áfram langaði mig til að menntast eitthvað. En þá fannst mér ég orðinn of gamall til að fara í hefðbundið menntaskólanám og fór jafnvel að hugsa til Stýrimannaskólans. En þar sem ég var við smíðarnar og komið var fram í desember, frétti ég að presturinn á Mælifelli, séra Halldór Kolbeins, héldi heimaskóla og kenndi eigin börnum og öðrum ungmennum undir ýmislegt framhaldsnám. Fannst mér tilvinnandi að athuga þetta og hjólaði fram að Mælifelli. Presturinn tók mér vel, en sagðist því miður ekkert geta fyrir mig gert, því að allt væri yfirfullt hjá sér. Svo kallaði hann hátt fram í dyrnar og bað konu sína, Láru Ágústu Ólafsdóttur, að færa okkur súkkulaði. Hún kom brátt með alls kyns góðgæti og presturinn sagði henni deili á mér. Einnig nefndi hann erindi mitt og að hann gæti ekki gert mér úrlausn sakir þrengsla. Lára horfði þá á mig og var greinileg vorkunnsemi í svip hennar. Loks sagði svo þessi góða kona með hægð: „Viltu ekki reyna að hjálpa honum, góði minn! Það hljóta að vera einhver ráð, þó fjölgi um einn.“ Þetta nægði og var brátt fastmælum bundið að ég byrjaði nám þarna eftir áramótin. Síðan þetta gerðist, hef ég alltaf hugsað með hlýju og þakklæti til þessara ágætu hjóna. Ég var Krani við bryggju 3 í Halifax á stríðsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.