Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
126
sjáðu stóru blómin!“ Auðvitað voru
þetta bara símastaurarnir með sínar hvítu
kúlur, hálfir á kafi í snjó. – En hún var nú
svo mikill óviti!
Ekki man ég neitt eftir boðinu, en
ferðin heim er þeim mun eftirminnilegri.
– Nú hallar undan fæti niður Heiðar-
dalinn og þá er farið geyst. Pabbi er orðinn
pínu kátur, eldglæringar frá vindlinum
hans fljúga yfir höfuð okkar, og lykt
af vindlareyk og sveittum hestinum
blandast frostköldu loftinu og berst að
vitum okkar. Á blásvörtum himni blika
stjörnurnar – óvenju margar og skærar
núna – en norðurljósin braga og byltast
um himinhvolfið.
Frá sjöunda himni að ránarrönd
stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum,
en ljóshafsins öldur með fjúkandi földum
falla og ólga við skuggaströnd.
Þannig lýsir skáldið Einar Benediktsson
því stórkostlega fyrirbæri, sem sterkt
tengist þessu jólaferðalagi og verður mér
ógleymanlegt. Enn í dag get ég, hvenær
sem er, kallað fram þessa gömlu minn-
ingu: Myndina af fönninni, farkostinum,
og fjúkandi norðurljósum yfir brúnum
Tindastóls, Molduxa og Stakkfells.
FRÁ SVIPUÐUM tíma á ég aðra minningu:
Ólafur Guðmundsson afi og Sigurlaug
Gísladóttir amma bjuggu í Ólafsbæ á
Króknum. Ólafsbær stóð rétt norðan
við Guðmundarbæ, en þar bjuggu þau
Guðmundur Gísla[son] og Ólöf Jóns-
dóttir, afi og amma Matta [Marteins
Jónssonar] og Fía [Friðriks J. Jónssonar].
Ég var víst stundum „lánaður“ úr
sveitinni til afa og ömmu nokkra daga
um jólin. Það voru miklar ævintýraferðir
Gönguskörð á vetrardegi 1983. Gil Göngu-
skarðsár í neðra horni t.v. Þar ofar er mynni
Hryggjadals en Kálfárdalur fyrir miðju. Sér
inn á Heiðardal t.h. Gil Hraksíðurár myndar
skugga hægra megin á mynd.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
Hér hefur Gottskálk Egilsson á Völlum látið
mynda sig með reiðhesti sínum á mölunum
neðan við Ljósmyndarahúsið, Suðurgötu 2. Í
baksýn sést Ólafsbærinn.
Eigandi myndar: HSk.
Bærinn Tunga
á gamla heysleðann og þekja þau gæru-
skinnum. Þarna fer vel um okkur öll.
Svo er ekið af stað á fleygiferð – finnst
mér. Allt er glitrandi hvítt, hjarnbreiða
yfir landinu – veröldin öll ein fannhvít
og veglaus víðátta. Ég er bergnuminn af
öllu þessu, en ranka þó við mér og verð
svolítið hneykslaður á fávisku litlu systur
minnar, Laugu, sem segir: „Mamma,