Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 56
SKAGFIRÐINGABÓK
56
arkitekt og á nú Verslunina Kúnst. Sveinn
lærði prentlist.
Þegar ég hafði verið hér í tvö ár og setið
í óskiptu búi, fannst mér tími til kominn
að láta börnin mín hafa sinn föðurarf.
Þá fékk ég lögfræðing heim og lét skipta
búinu þannig, að þau fengu öll sinn hlut
í húsinu að hundraðshluta, en þau börn
sem ekki höfðu lokið námi, voru kostuð
af þeim peningum, sem til voru við
fráfall föður þeirra að hálfu á móti mér.
Þetta voru allir ánægðir með og var engin
óánægja með þessa ráðstöfun mína. Þau
voru öll, þessi þrjú sem komu með mér
suður ásamt Sigurði, í heimili hjá mér
meðan þau voru að ljúka námi. Húsið
hækkaði mjög í verði, svo að börnin fengu
síðar svo mikið úr sínum pörtum, að þau
gátu fest kaup á íbúðum og gerðu það öll.
Þau seldu hvert öðru sína parta. Anna
keypti þá efstu hæðina, sem hún bjó í,
Sigurður aðra hæðina, en ég átti fyrstu
hæðina og kjallarann, sem ég tók undir
prjónastofuna.
Þegar ég nú sá að hagur minn var
góður, fór ég að veita mér það, sem efni
mín leyfðu, án þess að stofna til skulda.
Ég keypti dönsk húsgögn í dagstofu, afar
vönduð, en borðstofuhúsgögn átti ég
fyrir. Svo sá ég í Mogganum að auglýstur
var sumarbústaður við Þingvallavatn.
Ég fór strax að athuga það mál, því að
börnin vildu gjarnan fara úr bænum í
sumarleyfum.
Gunnar Þorsteinsson lögfræðingur
hafði þennan bústað til sölu, en hann
var þá með lögfræðiskrifstofu. Einar
Stefánsson skipstjóri átti þennan bústað
ásamt konu sinni Rósu, en hún var
systir fornvinar míns á Sauðárkróki,
Jóhannesar Pálssonar. Einar og Rósa
höfðu verið í bústaðnum á sumrin eftir
að hann hætti skipstjórn. Bústaðurinn
átti að kosta 20 þúsund krónur með
veiðirétti í Þingvallavatni. Hann var í
Skálabrekkulandi. Ég fór með Einari að
sjá húsið og leist mjög vel á það. Það voru
tvö herbergi og eldhús, góð upphitun,
girt lóð, sem sagt allt í besta lagi, og
Einar sagði, að þeim hjónum hefði liðið
þarna mjög vel. Ég festi kaup á þessu
húsi. Það var borgað út úr óskiptu búi,
svo að börnin áttu það með mér. Þessi
sumarbústaður hefur verið mikið notaður
þessi 30 ár, síðan hann var keyptur, bæði
af börnum mínum og barnabörnum
Hér sér á húshorn sumarbústaðarins við Þingvallavatn sem Valgerður keypti 1947. Hann var
með útskornum ufsum og stóð ofan við Skálabrekkubæinn sem sést í fjarska, nær vatninu.
Ljósm.: Sveinn Jónsson.