Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 15
ÆVIMINNINGAR
15
sjálfstæður í hugsun. Hann fór að heiman,
fyrst í unglingaskóla í Vík til Árna Hafstað
frænda okkar og síðan í Hólaskóla í tvo
vetur. Hann var duglegur og eignaðist
fljótt góðan bústofn. Hann keypti síðar
jörðina Arnarstaði í Sléttuhlíð, enda hafði
hann þá tekið móðurarf sinn, því að búinu
var skipt, þegar pabbi minn kvæntist í
annað sinn. Faðir minn borgaði okkur út
móðurarfinn í peningum, því að hann átti
jarðir, bú og báta, sem við höfðum ekkert
með að gera. Þetta þótti mikill peningur
í þá daga. Ég man ekki hversu mikið það
var, en hann var vel efnaður.
Sveinn bróðir minn var afar álitlegur
maður og eftirsóttur af kvenfólki á sínum
yngri árum, en hann lagði aldrei í að
binda sig. Hann varð því ekki bóndi, seldi
Arnarstaði og sneri sér að bátasmíði og
útgerð. Hann var með þeim fyrstu, sem
stunduðu rækjuveiðar hér við land. Hann
smíðaði báta sína sjálfur og gerði út frá
Siglufirði, Vestmannaeyjum og síðast og
lengst frá Ísafirði, en þar gerði hann út á
rækjuna. Hann dó á Ísafirði árið 1966,
ókvæntur og barnlaus.
Björg, systir mín, var sjö ára, þegar
stjúpa okkar kom. Hún hafði verið mikið
eftirlæti föður míns og sofið hjá honum,
en hann gekk henni bæði í föður- og
móðurstað. Hún missti því mikið, þegar
pabbi kvongaðist. Það varð aldrei innilegt
samband með stjúpunni og henni, en
amma mín bætti það að nokkru upp.
Pabbi hélt áfram að halda mest upp á
hana af börnunum og enginn þorði að
blaka við henni hans vegna. Hún lærði
síðar ljósmóðurfræði í Reykjavík. Sigrún
Rögnvaldsdóttir, frænka okkar, sem áður
er nefnd, bauð henni til sín til Glasgow til
frekara náms og þar lærði hún hjúkrun.
Hún stundaði hjúkrun í London. Í byrjun
seinna stríðsins giftist hún enskum manni,
Harry Edwin Bird, og örlögin höguðu því
Sveinn Sveinsson frá Felli. Einkaeign.Björg Sveinsdóttir frá Felli. Einkaeign.