Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 35
ÆVIMINNINGAR
35
Mér leið ákaflega vel í Keflavík.
Læknisheimilið þar var sérstakt og
óvenjulegt. Þorgrímur læknir var mikill
persónuleiki, glæsilegur í sjón, glaðlyndur
og góður. Frú Jóhanna Knudsen var
lömuð upp að mitti, gat ekki gengið og
þurfti að klæða hana og hjálpa henni úr
og í fötin. Hún sat alltaf í sama stólnum,
brosmild og hlý. Hún stjórnaði sínu
heimili, sem var í föstum skorðum. Á
heimilinu voru þjónustustúlkur, sem
höfðu verið hjá þeim að ég held allan
þeirra búskap. Þær voru kallaðar Gunna
og Sigga. Þær höfðu passað börnin meðan
þau voru ung, en voru nú farin að heiman.
Anna, eina dóttirin, var við nám erlendis
þegar ég var þarna.
Jón Þorláksson lét ganga frá þremur
svefnherbergjum uppi á Baldursgötu 15,
en þetta var einbýlishús og þrjár stofur
niðri, sem ekki var lokið við fyrr en um
vorið. Við fengum herbergin uppi. Eitt
herbergið var útbúið sem eldhús handa
okkur, en hin voru stofa og svefnherbergi.
Þetta var sem sé tveggja herbergja íbúð. Ég
man ekki hver leigan var, en hún var svo
lág, að það var bara til að sýnast. Um vorið,
þegar húsið var fullgert, var húsið selt með
þeirri kvöð, að við fengjum að búa þarna
meðan við þyrftum og Jón væri að ljúka
námi sínu. Helgi Hafliðason kaupmaður
á Siglufirði keypti húsið, en hann var
búsettur á Siglufirði, svo hann þurfti ekki
að búa í húsinu, en leigði stofurnar niðri
ungum hjónum, barnlausum. Húsin
tvö á Baldursgötunni, sem kölluð voru
bæirnir, voru seld á 20.000 krónur hvort.
Jón Þorláksson reyndist okkur þarna svo
vel, að Jón gat lesið um sumarið til að
geta tekið fullnaðarpróf í febrúar næsta
vetur, sem hann gerði. Þá fór hann til
Kaupmannahafnar á fæðingarspítala og
Valgerður og Jón læknir með
frumburðinn Önnu.
Einkaeign.
var þar til vors og hafði þá fengið full rétt-
indi sem héraðslæknir.
Þegar hann kom heim í júní, fór
hann að athuga með læknisembætti. Tvö
héruð komu til greina, Reykhólahérað
og Öxarfjarðarhérað. Pétur Jónsson
á Gautlöndum bað hann þá að fara
norður, því að þar var læknislaust og gott
læknishús, sem héraðið átti og læknirinn
fékk leigufrítt, en á Reykhólum voru ekki
góð húsakynni. Jón vildi líka frekar vera
fyrir norðan. Ég lagði ekkert til málanna,
þótti bara gott að eignast heimili, því að
nú höfðum við eignast aðra dóttur, sem
fæddist 25. ágúst 1920. Hún var skírð í
Fellskirkju, Jórunn Steinunn, en það var
móðurnafnið mitt.
Ég var með báðar stelpurnar í Felli
þennan seinasta vetur meðan Jón tók