Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 27

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 27
ÆVIMINNINGAR 27 áhugasöm. Mér leiddist ekki að kenna, en hafði mikið óyndi á Kvíabekk. Þar var miklu síðra en ég hafði vanist í sveit, bæði hús og fólk. Þetta óyndi mitt leiddi til þess, að ég var öllum stundum niðri í Horni, en þar var dóttir Páls, Eva, jafngömul mér og tókst með okkur góð vinátta. Þarna í kauptúninu voru stundum samkomur, sem ég fór á. Svo var ég alltaf velkomin á heimili Páls, sem var mjög skemmtilegt, börnin mörg og hálfvaxin. Eva var elst. Við fórum oft á skíði og skauta saman. Það var mikið spilað og sungið á þessu heimili. Eva spilaði ágætlega og söng vel. Kona Páls, Svanhildur Jörundsdóttir frá Hrísey, var sérstaklega myndarleg húsmóðir og hafði góða stjórn á heimilinu og sínum mörgu börnum. Við Eva fórum nú að tala um að fara í Kvennaskólann næsta vetur. Hún var sama sinnis með það og ég. Við sóttum um skólann og fengum inngöngu. Við Jón skrifuðumst á þennan vetur. Það voru engin ástarbréf, bara að láta vita um líðan sína. Jón sagðist hafa boðið tveimur dömum á skólaballið. Það voru frændkonur hans, Dýrleif og Þorbjörg, dætur séra Árna á Skútustöðum. Séra Gunnar Benediktsson skrifaði seinna skemmtilega um þetta ball, en Jón fékk hann til að vera herra annarrar dömunnar. Mér fannst veturinn aldrei ætla að líða. Ég hugsaði mikið til Jóns og saknaði hans. Hann var nú kominn í Læknaskólann og piltar úr Háskólanum voru mjög eftirsóttir af stúlkum. Mér fór nú að detta í hug, að ef til vill væri ég búin að tapa honum fyrir fullt og allt, en það vildi ég ekki. Ég vissi sem sé nú, hvað ég vildi fyrir framtíðina, og hélt að þarna hefði ég kannski misst af tækifæri til að eignast góðan og traustan eiginmann. Páll borgaði mér kennarakaupið um vorið, og mér þóttu það miklir peningar, af því að það voru fyrstu launin, sem ég vann fyrir. Ég var ekki eyðslusöm, en hafði þó gaman af að veita mér fín föt, og þessa peninga gat ég notað til þess. Ég vissi að Guðmundur Loftsson héldi áfram að greiða uppihald mitt í Reykjavík. Ég held að pabbi hafi látið móðurarf minn ganga í þennan kostnað. Það var aldrei talað um það, en það var heldur aldrei talað um, að ég eyddi miklu þessi skólaár mín. Ég átti góðan frænda í Reykjavík, Jón Gíslason verslunarmann. Hann átti Ásdísi Jónsdóttur, sem kölluð var Ásdís fagra, enda mikil glæsikona í útliti og allri gerð. Heimili þeirra var á Laugavegi 20. Ég kom oft til þeirra þegar ég bjó í Lækjargötunni. Þetta var sérlega myndarlegt heimili, glaðvært og fínt. Guðjón bryti, bróðir Ásdísar, kom þar með hljóðfæri og spilaði og viðhafði gleðskap á sunnudögum. Ég skrifaði Jóni frænda mínum og bað hann að taka mig í fæði og húsnæði um veturinn. Ég vissi að þarna var herbergi uppi, sem ein stúlka hafði, svo það gat verið pláss fyrir mig að sofa. Ég fékk svar frá Jóni, að það fengist og ég mætti koma þangað um haustið. Mér þótti mjög vænt um þetta. Þarna voru engir kostgangarar, svo þetta var fyrst og fremst gott heimili. Eva fékk líka gott pláss, ekki langt frá mér, og við ákváðum að lesa saman og hjálpa hvor annarri og ganga saman í skólann. Hún hafði ekki verið áður í Reykjavík, svo ég rataði betur og gat á ýmsan hátt leiðbeint henni, þegar þangað kom. Við urðum samferða á skipi suður um haustið. Ég hafði ekki skrifað Jóni Árnasyni, að ég kæmi suður, og var því hálf kvíðafull að hitta hann og vissi ekki, hvort hann fagnaði því eða væri kannski alveg sama eða enn verra. Þegar við Eva höfðum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.