Skagfirðingabók - 01.01.2014, Side 137
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
137
getin.“ Hér er því komin önnur ótvíræð
heimild fyrir því að Guðrún Ólafsdóttir
var móðir Guðrúnar Gísladóttur. Ekkert
er vitað um uppvöxt eða ungdómsár
Guðrúnar yngri fyrr en henni skýtur upp
tvítugri vinnukonu árið 1785, hjá Jóni
Sigurðssyni frænda sínum, hreppstjóra og
umboðsmanni á Urðum í Svarfaðardal.
Þar var Guðrún vinnukona og síðar
„þjónustustúlka“ óslitið til 1811, að hún
giftist Jóni Rögnvaldssyni, þá ekkjumanni
á Hóli á Upsaströnd. Jón Rögnvaldsson
var reyndar systursonur Jóns á Urðum,
sonur Arnbjargar Sigurðardóttur frá
Karlsá, og þau Guðrún því þremenningar.
Í Svarfdælingum Stefáns Aðalsteins-
sonar (II, bls. 383) segir að Jón Rögn-
valdsson hafi verið dugnaðarbóndi og
formaður, meðhjálpari og hreppstjóri,
„ráðvandur, vel að sér og vel efnaður“.
Guðrún Gísladóttir bjó áfram á hluta af
Hóli til 1836 og dvaldi þar síðan hjá Jóni
stjúpsyni sínum til æviloka, 22. desember
1838. Hún tíundaði 10 hundruð og
var allvel efnuð. „Guðrún var mikil
forstands- og dugnaðarkona, vel upplýst
og geðþekk“ (Svarfdælingar II, bls. 384).
Þau Jón voru barnlaus og því var það góðu
heilli að nöfn hálfsystkina hennar rötuðu
inn í Skiptabók Eyjafjarðarsýslu þann 18.
október 1839, sem fyrr segir.2
Faðir Guðrúnar Gísladóttur var áður-
nefndur Gísli Einarsson sem við húsvitjun
árið 1762 hjá Þorkatli og Björgu á Bakka
er 28 ára og „þénar í vist“, auknefndur
„Guðsbarnafaðir“ (Espólín 1638). Haustið
1767, þegar Guðrún var á 3. árinu,
kvæntist Gísli faðir hennar Steinunni
Símonardóttur frá Utanverðunesi í
Hegranesi. Þau voru í Ásgeirsbrekku
2 Í þætti Guðrúnar og Jóns bónda hennar í Svarfdælingum er hún ranglega sögð fædd 2. ágúst 1764 á Upsum og
talin dóttir Hallfríðar Jónsdóttur og Gísla Markússonar, þá vinnuhjúa á Upsum. Sú Guðrún Gísladóttir giftist
Jóni Björnssyni árið 1793 og bjó með honum á nokkrum bæjum í Hörgárdal, síðast í Flöguseli, þar sem hún dó
1805 (sjá um dóttur þeirra Jóns, Guðrúnu Jónsdóttur, í Skagfirskum æviskrám 1850–1890 V, bls. 365–366).
Í þætti þeirra Guðrúnar og Jóns í Svarfdælingum er einnig missagt, að Hallfríður hafi dáið 1768. Hún var hjá
dóttur sinni og tengdasyni í Flöguseli 1801. Hallfríður Jónsdóttir, sem dó í Upsasókn 1768, var önnur kona.