Skagfirðingabók - 01.01.2014, Qupperneq 21
ÆVIMINNINGAR
21
hjá Kristínu. Allt þetta meðlæti kostaði
eina krónu á dag og þótti ekki lítið í þá
daga.
Kennarar í skólanum, auk skólastjóra,
voru Brynleifur Tobíasson, séra Árni
Björnsson og Ísleifur Gíslason kaup-
maður. Þarna voru kenndar danska
og enska, sem voru ný fög fyrir mig,
annars framhald af því, sem ég hafði
áður lært. Einnig leikfimi, teikning og
söngur. Frú Elín kenndi ungum stúlkum
handavinnu. Hún var sérlega fús að
kenna og vildi láta okkur Stefaníu læra að
baldýra upphlutsborða, sem við gerðum.
Það var engin handavinna í skólanum,
svo þetta kom sér vel. Baldýraðir borðar
voru í mjög háu verði og áttu eftir að
færa mér góðar tekjur síðar. Þetta var
skemmtilegur vetur, og oft komu góðir
gestir. Synir séra Árna Björnssonar, Björn,
síðar endurskoðandi, og Sigurjón, seinna
prestur í Vestmannaeyjum, voru vinir
Sæmundar og við spiluðum stundum.
En þessi skemmtun var þó smámunir hjá
öðru merkilegra.
Eftir ferminguna hafði ég ákaflega
gaman af að dansa. Þá sóttum við
böll í Haganesvík. Fljótamenn voru
skemmtilegir og kunnu vel að skemmta
sér. Unglingar á þeim tímum voru oft
að skjóta sig hver í öðrum, en það var
á allt annan hátt en nú tíðkast. Það var
farið mjög leynt með, ef maður dansaði
vangadans, og ef slíkt gerðist og sást
til manns, komst það strax á hvers
manns varir. Þó að ég dansaði mikið í
Haganesvík, man ég ekki til að ég væri
skotin í neinum strák sérstaklega. En ég
frétti að tveir strákar hefðu verið að dást
að mér og annar hefði sagt: „Hún er svo
falleg í vextinum hún Valla í Felli.“ Þetta
fannst mér alveg dásamleg frétt og lifði
lengi á því að hugsa um, að strákum leist
vel á mig, þó svo að ég gerði ekki neitt til
þess.
Stefanía Erlendsdóttir frá Grafarósi.
Eigandi myndar: Ásdís Vilhelmsdóttir.
Samkvæmistaska Valgerðar sem fylgdi upp-
hlut hennar á Heimilisiðnaðarsafninu á
Blönduósi, gerð af svörtu flaueli. Skrautsaum-
urinn á veskinu er baldýring, gerð af Valgerði
Sveinsdóttur.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.