Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 164

Skagfirðingabók - 01.01.2014, Síða 164
164 SÆBJÖRG FREYJA GÍSLADÓTTIR [Ó]SKILGETNAR DÆTUR ÞJÓÐARANDANS ÉG MAN ÞEGAR Íslenskar þjóðsögur og ævintýri komu fyrst inn á heimili mitt. Pabbi fékk safnið í þrítugsafmælisgjöf og ég held að enginn á heimilinu hafi opnað þessar bækur jafn oft og ég. Þangað til ég byrjaði að læra þjóðfræði í Háskóla Íslands hafði mér aftur á móti ekki komið til hugar að velta fyrir mér, hvaðan af landinu þessar þjóðsögur væru í raun og veru upprunnar. Árið 2011, þegar ég stóð sjálf á þrítugu, fannst mér kominn ágætis tími til að kanna þann uppruna lítillega. Greinin sem hér fer á eftir fjallar um það fólk sem Jón Árnason fékk til liðs við sig um miðja 19. öldina við að skrásetja og safna þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik. Í fyrstu er sagt stuttlega frá uppruna Jóns og tilurð þjóðsagnasafnsins. Þar á eftir fylgir umfjöllun og tafla yfir þá skrásetjara sem hjálpuðu honum við verkið og eru nöfn þeirra sett upp í töflu og greint frá búsetu hvers og eins þegar söfnunin átti sér stað. Þjóðsagnasafnið átti að endurspegla rödd þjóðarinnar allrar, en skrásetjarar voru einkum yfirstéttarmenn þess tíma. Þess vegna kemur einnig kafli þar sem skýrt er frá uppruna heimildamannanna sem eiga sögur í safninu, og fjöldi þeirra í hverri sýslu tekinn saman. Niðurstöður þessa voru nokkuð óvæntar, en flestir heimildamennirnir virðast hafa verið úr Skagafjarðarsýslu. Fjöldi þeirra segir þó ekki allt um fjölda sagnanna frá þessu svæði, sem reyndist ekki vera tiltölulega mikill. Í lokakaflanum eru svo kynntar ýmsar tilgátur til að útskýra þennan mikla fjölda heimildamanna á móti fáum sögnum frá flestum þeirra. Um Jón Árnason og söfnun þjóðsagna ÞAÐ ÞJÓÐSAGNASAFN sem flestir Íslend- ingar þekkja og hafa einhver kynni af, er án efa safnið hans Jóns Árnasonar frá Hofi á Skagaströnd, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Jón fæddist árið 1819 og var sonur prestshjónanna Árna Illugasonar og Steinunnar Ólafsdóttur. Hann fékk ungur mikinn áhuga á sögum hverskonar eins og hann segir sjálfur í ævisögubroti sínu: Á 5. – 7. ári held eg hafi heyrt fyrst flestar þær þjóðsögur, sem frá minni hendi beinlínis standa í safninu, enda er sú saga til þess, að enginn, sem kom að Hofi af almúgamönnum og var þar nætursakir, átti frið fyrir mér frá því að segja mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.